Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. desember 2010

    Kristján Helgi CarrascoKara­tes­am­band Ís­lands hef­ur út­nefnt Kristján Helga Carrasco lands­liðs­mann, sem æfir kara­te hjá kara­te­deild Aft­ur­eld­ing­ar, kara­temann árs­ins 2010.

    Karatefólk Aftureldingar 2010Kara­tes­am­band Ís­lands hef­ur út­nefnt Krisján Helga Carrasco sem æfir kara­te hjá kara­te­deild Aft­ur­eld­ing­ar kara­temann árs­ins 2010.
    Hann er lands­liðs­mað­ur í kara­te og kepp­ir í báð­um grein­um kara­te; Kata og Kumite.

    Kristján Helgi hef­ur náð góð­um ár­angri á ár­inu bæði inn­an­lands og utan en Kristján Helgi hef­ur keppt bæði í ung­linga­flokk­um og full­orð­ins­flokk­um.
    Helsti ár­ang­ur Kristjáns á ár­inu er bikar­meist­ara­tit­ill full­orð­inna og Grand Prix meist­ari ung­linga, Ís­lands­meist­ari í Kata ung­linga ásamt þrem­ur verð­laun­um á er­lend­um mót­um.

    Að­al­heið­ur Rósa Harð­ar­dótt­ir sem æfir með Kara­tefé­lagi Akra­ness var út­nefnd kara­tekona árs­ins 2010.