Sigrún Þ. Geirsdótti hefur verið valin Mosfellingur ársins 2015. Hún vann það þrekvirki á árinu 2015 að synda fyrst íslenskra kvenna yfir Ermarsundið. Sigrún synti 62,7 km á 22 klukkustundum og 34 mínútum. Þar af var hún sjóveik í sjö klukkustundir og kastaði upp eftir hverja matargjöf. Sigrún hefur stundað sjósund undanfarin ár og hafði áður synt boðsund í tvígang yfir Ermarsundið sem varð kveikjan að því að hana langaði að gera þetta ein. Bakgrunnur Sigrúnar í íþróttum er enginn og lærði hún skriðsund fyrir þremur árum síðan. Þetta afrek hennar er því ótrúlegt.
Sigrún Þ. Geirsdótti hefur verið valin Mosfellingur ársins 2015.
Hún vann það þrekvirki á árinu 2015 að synda fyrst íslenskra kvenna yfir Ermarsundið. Sigrún synti 62,7 km á 22 klukkustundum og 34 mínútum. Þar af var hún sjóveik í sjö klukkustundir og kastaði upp eftir hverja matargjöf.
———————
(Myndir: Raggi Óla)
Sigrún tekur við viðurkenningunni úr höndum Hilmars Gunnarssonar ritstjóra Mosfellings.
Nánar á www.mosfellingur.is