Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. janúar 2016

    Sigrún Þ. Geirs­dótti hef­ur ver­ið valin Mos­fell­ing­ur árs­ins 2015. Hún vann það þrek­virki á ár­inu 2015 að synda fyrst ís­lenskra kvenna yfir Ermar­sund­ið. Sigrún synti 62,7 km á 22 klukku­stund­um og 34 mín­út­um. Þar af var hún sjó­veik í sjö klukku­stund­ir og kast­aði upp eft­ir hverja mat­ar­gjöf. Sigrún hef­ur stundað sjó­s­und und­an­farin ár og hafði áður synt boðsund í tvíg­ang yfir Ermar­sund­ið sem varð kveikj­an að því að hana lang­aði að gera þetta ein. Bak­grunn­ur Sigrún­ar í íþrótt­um er eng­inn og lærði hún skriðsund fyr­ir þrem­ur árum síð­an. Þetta af­rek henn­ar er því ótrú­legt.

    Sigrún Þ. Geirs­dótti hef­ur ver­ið valin Mos­fell­ing­ur árs­ins 2015.
    Hún vann það þrek­virki á ár­inu 2015 að synda fyrst ís­lenskra kvenna yfir Ermar­sund­ið. Sigrún synti 62,7 km á 22 klukku­stund­um og 34 mín­út­um. Þar af var hún sjó­veik í sjö klukku­stund­ir og kast­aði upp eft­ir hverja mat­ar­gjöf. 

    Sigrún hef­ur stundað sjó­s­und und­an­farin ár og hafði áður synt boðsund í tvíg­ang yfir Ermar­sund­ið sem varð kveikj­an að því að hana lang­aði að gera þetta ein. Bak­grunn­ur Sigrún­ar í íþrótt­um er eng­inn og lærði hún skriðsund fyr­ir þrem­ur árum síð­an. Þetta af­rek henn­ar er því ótrú­legt.
    „Þeg­ar ég ákvað að fara í þetta sund átti ég ekki von á allri þess­ari at­hygli. Ég er nú frek­ar feim­in og því er þetta bæði gam­an og erfitt. Þetta var ótrú­legt æv­in­týri og ég er mjög stolt af sjálfri mér að hafa klárað sund­ið og ekki gef­ist upp þrátt fyr­ir mik­ið mót­læti á leið­inni,“ seg­ir Sigrún við bæj­ar­blað­ið Mos­fell­ing sem stend­ur ár­lega fyr­ir val­inu á Mos­fell­ingi árs­ins.
    Hér má sjá full­trúa fyrri ára

    ———————
    (Mynd­ir: Raggi Óla)
    Sigrún tek­ur við við­ur­kenn­ing­unni úr hönd­um Hilmars Gunn­ars­son­ar rit­stjóra Mos­fell­ings.
    Nán­ar á www.mos­fell­ing­ur.is

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00