15. nóvember er árlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa sem haldinn er undir merkjum Sameinuðu þjóðanna.
Að þessu sinni verður árverkniátak í samfélaginu dagana 13.-15. nóvember til að minnast þeirra sem hafa látist í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni, en ekki síst til að þakka viðbragsaðilum sem veita hjálp og björgun.
Einkennislag dagsins verður lagið When I think of angels í flutningi Kristjáns Kristjánssonar (KK) höfundar þess og systur hans Ellenar Kristjánsdóttur. Lagið er samið til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í Bandaríkjunum 1992. Lagið verður flutt samtímis á öllum útvarpsstöðvum á minningardaginn sjálfan kl. 14:00.