Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. nóvember 2014

    Hlut­verk húsa­frið­un­ar­sjóðs er að stuðla að varð­veislu og við­haldi frið­lýstra og frið­aðra húsa og mann­virkja sem hafa menn­ing­ar­sögu­legt gildi. Sjóðn­um ber einn­ig að stuðla að bygg­ing­ar­sögu­leg­um rann­sókn­um. Sjóð­ur­inn veit­ir styrki til: Við­halds og end­ur­bóta á frið­lýst­um og frið­uð­um hús­um og mann­virkj­um. Við­halds ann­arra mann­virkja sem hafa menn­ing­ar­sögu­legt, vís­inda­legt eða list­rænt gildi. Bygg­ing­ar­sögu­legra rann­sókna, þar með tal­ið skrán­ingu húsa og mann­virkja og miðlun upp­lýs­inga um þær.

    Hlut­verk sjóðs­ins er að stuðla að varð­veislu og við­haldi frið­lýstra og frið­aðra húsa og mann­virkja sem hafa menn­ing­ar­sögu­legt gildi, sbr. regl­ur nr. 577/2014. Sam­kvæmt út­hlut­un­ar­regl­un­um er heim­ilt að veita styrki úr sjóðn­um til:

    • við­halds og end­ur­bóta á frið­lýst­um og frið­uð­um hús­um og mann­virkj­um.
    • við­halds ann­arra mann­virkja sem hafa menn­ing­ar­sögu­legt, vís­inda­legt eða list­rænt gildi.
    • bygg­ing­ar­sögu­legra rann­sókna, þar með tal­ið skrán­ingu húsa og mann­virkja, og miðlun upp­lýs­inga um þær.

    Um­sókn­ir eru metn­ar með til­liti til varð­veislu­gild­is, t.d. vegna bygg­ing­ar­list­ar, menn­ing­ar­sögu, um­hverf­is, upp­runa­leika og tækni­legs ástands ásamt gild­is fyr­ir varð­veislu bygg­ing­ar­arf­leifð­ar­inn­ar.

    Um­sókn­areyðu­blað og nán­ari upp­lýs­ing­ar, m.a. út­hlut­un­ar­regl­ur, er að finna á heima­síðu Minja­stofn­un­ar Ís­lands, www.minja­stofn­un.is.

    All­ir hafa rétt til að sækja um styrki í sjóð­inn, sveit­ar­fé­lög, fé­laga­sam­tök, ein­stak­ling­ar og að­r­ir lög­að­il­ar.

    Um­sókn­ar­frest­ur er til 1. des­em­ber 2014. Um­sókn­ir sem berast eft­ir að um­sókn­ar­fresti lýk­ur koma ekki til álita við út­hlut­un.

    Minja­stofn­un Ís­lands hef­ur eft­ir­lit með að styrkt verk­efni séu við­un­andi af hendi leyst og í sam­ræmi við inn­send um­sókn­ar­gögn. Bent er á leið­bein­ing­arit um við­hald og end­ur­bæt­ur frið­aðra og varð­veislu­verðra húsa sem finna má á heima­síðu Minja­stofn­un­ar Ís­lands, und­ir gagna­safn og á Hús­vernd­ar­stofu í Borg­ar­sögu­safni Reykja­vík­ur/Ár­bæj­arsafni.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00