Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. júlí 2010

    LeikskólabörnNánast all­ir for­eldr­ar leik­skóla­barna og for­eldr­ar barna í vist hjá dag­for­eldr­um sem tóku þátt í við­horfs­könn­un á veg­um Skóla­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar telja að börn­um sín­um líði vel í leik­skól­an­um eða hjá dag­for­eldr­um. Alls sögð­ust 98,5% for­eldra telja að börn­um þeirra líði frek­ar eða mjög vel í leik­skól­an­um.

    LeikskólabörnNær all­ir for­eldr­ar leik­skóla­barna og for­eldr­ar barna í vist hjá dag­for­eldr­um sem tóku þátt í við­horfs­könn­un á veg­um Skóla­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar telja að börn­um sín­um líði vel í leik­skól­an­um. Alls sögð­ust 98,5% for­eldra telja að börn­um þeirra líði frek­ar eða mjög vel í leik­skól­an­um.

    Full­trú­ar vel flestra heim­ila leik­skóla­barna og for­eldra barna sem eru í dag­gæslu í heima­hús­um í Mos­fells­bæ tóku þátt í könn­un á við­horf­um for­eldra til leik­skóla og dag­for­eldra í Mos­fells­bæ. Í könn­un­inni gáfu for­eldr­ar veru­lega greina­góð­ar og ýt­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um upp­lif­an­ir sín­ar, skoð­an­ir og við­horf gagn­vart dag­for­eldr­um, starfs­fólki leik­skól­anna og Skóla­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar.

    Þess­ar upp­lýs­ing­ar eru afar þýð­ing­ar­mikl­ar og hag­nýt­ar og gefa dýr­mætt tæki­færi til þró­un­ar starfs­ins og verða nýtt­ar til að gera enn bet­ur þar sem það á við en þær eru ekki síð­ur mik­il­væg­ur stuðn­ing­ur við það góða starf sem unn­ið er í leik­skól­un­um og hjá dag­for­eldr­um.

    Nið­ur­stöð­ur kann­an­anna benda til al­mennr­ar ánægju for­eldra og m.a. má nefna að 98,5% for­eldra telja að börn­um þeirra líði frek­ar eða mjög vel í leik­skól­an­um.

    Starfs­fólk leik­skól­anna, dag­for­eldr­ar og Skóla­skrif­stofa þakk­ar öll­um kær­lega þátt­tök­una í könn­un­un­um.

    Hægt er að lesa kann­an­irn­ar hér:
    Við­horfs­könn­un­for­eldra leik­skóla­barna
    Við­horfs­könn­un for­eldra barna sem eru í dag­gæslu í heima­hús­um

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00