Nánast allir foreldrar leikskólabarna og foreldrar barna í vist hjá dagforeldrum sem tóku þátt í viðhorfskönnun á vegum Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar telja að börnum sínum líði vel í leikskólanum eða hjá dagforeldrum. Alls sögðust 98,5% foreldra telja að börnum þeirra líði frekar eða mjög vel í leikskólanum.
Nær allir foreldrar leikskólabarna og foreldrar barna í vist hjá dagforeldrum sem tóku þátt í viðhorfskönnun á vegum Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar telja að börnum sínum líði vel í leikskólanum. Alls sögðust 98,5% foreldra telja að börnum þeirra líði frekar eða mjög vel í leikskólanum.
Fulltrúar vel flestra heimila leikskólabarna og foreldra barna sem eru í daggæslu í heimahúsum í Mosfellsbæ tóku þátt í könnun á viðhorfum foreldra til leikskóla og dagforeldra í Mosfellsbæ. Í könnuninni gáfu foreldrar verulega greinagóðar og ýtarlegar upplýsingar um upplifanir sínar, skoðanir og viðhorf gagnvart dagforeldrum, starfsfólki leikskólanna og Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar.
Þessar upplýsingar eru afar þýðingarmiklar og hagnýtar og gefa dýrmætt tækifæri til þróunar starfsins og verða nýttar til að gera enn betur þar sem það á við en þær eru ekki síður mikilvægur stuðningur við það góða starf sem unnið er í leikskólunum og hjá dagforeldrum.
Niðurstöður kannananna benda til almennrar ánægju foreldra og m.a. má nefna að 98,5% foreldra telja að börnum þeirra líði frekar eða mjög vel í leikskólanum.
Starfsfólk leikskólanna, dagforeldrar og Skólaskrifstofa þakkar öllum kærlega þátttökuna í könnununum.
Hægt er að lesa kannanirnar hér:
Viðhorfskönnunforeldra leikskólabarna
Viðhorfskönnun foreldra barna sem eru í daggæslu í heimahúsum