MosVeitur vilja vekja athygli á að hitaveitukerfið til Miðdals og Lynghólasvæðis tengist Nesjavallaæðinni sem er í eigu, umsjón og rekstri Orkuveitu Reykjavíkur.
Íbúar á svæðinu geta átt von á því að Orkuveitan taki hitaveitulögnina tímabundið úr rekstri vegna reglubundins viðhalds og hreinsunar á Nesjavallaæð. Þegar viðhald er í gangi er lokað fyrir heitt vatn. Þessar lokanir geta verið fyrirvaralausar. Viðhald og hreinsun er hluti af þjónustuskilyrðum veitunnar á svæðinu.
Þau sem hyggjast sækja um hitaveituheimæð á þessu svæði eru hvött til að kynna sér skilmála Orkuveitu Reykjavíkur og hafa í huga þessar tímabundnu rekstrartruflanir.