Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. janúar 2016

    Fyrsta opna hús árs­ins hjá Skóla­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar verð­ur hald­ið mið­viku­dag­inn 27. janú­ar kl. 20:00 í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar. Að þessu sinni mun Wil­helm Nor­fjörð sál­fræð­ing­ur fjalla um metn­að for­eldra í þágu barna sinna.

    Fyrsta opna hús árs­ins hjá Skóla­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar verð­ur hald­ið mið­viku­dag­inn 27. janú­ar kl. 20:00 í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar. Eins fram hef­ur kom­ið, er á opn­um hús­um lögð áhersla á hag­nýt ráð varð­andi upp­eldi og sam­skipti við börn og ung­linga. Ráð sem for­eldr­ar, systkin, ömm­ur og afar, þjálf­ar­ar, kenn­ar­ar og all­ir þeir sem koma að upp­vexti barna og ung­linga geta nýtt sér.

    Að þessu sinni mun Wil­helm Nor­fjörð sál­fræð­ing­ur fjalla um metn­að for­eldra í þágu barna sinna. Á barn­ið mitt að kom­ast í lands­lið­ið? Á barn­ið mitt að fá 9,5+ í öll­um grein­um? Á barn­ið mitt að geta það sem ég gat ekki? Eig­um við að daga úr metn­aði barns­ins okk­ar ef okk­ur finnst hann fara út fyr­ir okk­ar mörk? Hvar eru mörkin ?Sann­leik­ur­inn er sá að þessu er erfitt að svara en hér verða nefnd­ir marg­ir áhrifa­vald­ar sem hafa áhrif á kröf­ur okk­ar. For­eldr­ar geta ver­ið ör­ugg­ari með þann gullna með­al­veg sem þeir hafa val­ið barni sínu í kröf­um og metn­aði ef þeir skoða mál­ið út frá mörg­um sjón­ar­horn­um.

    Wil­helm Norð­fjörð hef­ur ára­tuga reynslu af því að sinna fræðslu fyr­ir for­eldra og aðra upp­al­end­ur auk þess sem hann hef­ur hald­ið mörg nám­skeið um sam­skipti for­eldra og barna.Áhuga­vert inn­legg sem á sann­ar­lega er­indi til þeirra er koma að upp­eldi barna með ein­um eða öðr­um hætti.

    Opnu hús­in hjá Skóla­skrif­stofu eru alltaf hald­in síð­asta mið­viku­dag í mán­uði yfir vet­ur­inn, í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar frá kl. 20:00 – 21:00. At­hug­ið að geng­ið er inn aust­an meg­in (Há­holts­meg­in). Að­gang­ur er ókeyp­is og öll­um op­inn.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00