Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. nóvember 2015

  Á degi ís­lenskr­ar tungu mun Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra heim­sækja helstu stofn­an­ir Mos­fells­bæj­ar og fagna deg­in­um með bæj­ar­bú­um. Mennta­mála­ráð­herra heim­sæk­ir FMOS, Varmár­skóla og Reykja­kot og tek­ur þátt í dagskrá tengda deg­in­um. Að lok­inni dagskrá kl. 16:00 verð­ur veg­leg há­tíð­ar­dagskrá hald­in í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar en þar mun ráð­herra veita verð­laun og við­ur­kenn­ing­ar. All­ir vel­komn­ir

  Á degi ís­lenskr­ar tungu mun Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra heim­sækja helstu stofn­an­ir Mos­fells­bæj­ar og fagna deg­in­um með bæj­ar­bú­um. 

  Ár hvert er dag­ur ís­lenskr­ar tungu hald­in há­tíð­leg­ur á fæð­ing­ar­degi Jóna­s­ar Hall­gríms­sona 16. nóv­em­ber. Skól­ar bæj­ar­ins halda dag­inn há­tíð­leg­an og minn­ast Jóna­s­ar um leið og lögð er áhersla á mik­il­vægi ís­lenskr­ar tungu. 

  Mennta­mála­ráð­herra heim­sæk­ir FMOS, Varmár­skóla og Reykja­kot og tek­ur þátt í dagskrá tengda deg­in­um. Dag­skrá­in er í hönd­um nem­enda og ís­lensk tunga og tungu­mál­ið okk­ar er að sjálf­sögðu í for­grunni, í formi upp­lest­urs, ljóða­flutn­ings, tón­listar­flutn­ings og mynd­list­ar. 

  Há­tíð­ar­dagskrá í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar

  Að lok­inni dagskrá kl. 16:00 verð­ur veg­leg há­tíð­ar­dagskrá hald­in í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar en þar mun ráð­herra veita verð­laun Jóna­s­ar Hall­gríms­son­ar og við­ur­kenn­ing­ar fyr­ir störf í þágu ís­lensk­unn­ar við sér­staka at­höfn. Börn úr Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar syngja fyr­ir gesti.

  All­ir er vel­komn­ir

  Veit­ing­ar í boði mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is

  TENGL­AR
  Við­burð­ur á Face­book
  Heima­síða Dags ís­lenskr­ar tungu

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00