Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. nóvember 2016

    Iðnó mið­viku­dag­inn 16. nóv­em­ber kl. 13:00 – 16:00. „Hopp­aðu um borð í Borg­ar­línu – fram­tíð­in er nær en þig grun­ar“, er yf­ir­skrift op­ins mál­þings SSH um Borg­ar­línu og áhrif henn­ar. Mál­þing­ið er lið­ur í vinnu við að móta til­lögu að legu Borg­ar­línu og stað­setn­ingu stoppi­stöðva, verk­efni sem danska verk­fræði­stof­an COWI mun leiða. Þátt­töku­gjald 2.000 kr. -Innifal­ið eru kaffi­veit­ing­ar.

    Iðnó mið­viku­dag­inn 16. nóv­em­ber kl. 13:00 – 16:00

    „Hopp­aðu um borð í Borg­ar­línu – fram­tíð­in er nær en þig grun­ar“, er yf­ir­skrift op­ins mál­þings SSH um Borg­ar­línu og áhrif henn­ar. Mál­þing­ið er lið­ur í vinnu við að móta til­lögu að legu Borg­ar­línu og stað­setn­ingu stoppi­stöðva, verk­efni sem danska verk­fræði­stof­an COWI mun leiða.

    Málþing um Borgarlínu og áhrif hennar 

    Frá því að nýtt svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins var stað­fest hafa Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í sam­starfi við Vega­gerð­ina ver­ið að vinna að fram­fylgd sam­göngu­hluta þess. Hryggja­stykk­ið í svæð­is­skipu­lag­inu er svo­kölluð Borg­ar­lína, létt­lest­ar- eða hrað­vagna­kerfi, sem flytja mun far­þega með skjót­um og ör­ugg­um hætti um höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Með­fram Borg­ar­línu verða eft­ir­sókn­ar­verð upp­bygg­ing­ar­svæði fyr­ir íbúa og at­vinnu­líf. Stefna sveit­ar­fé­lag­anna er að beina upp­bygg­ingu að mestu leiti inná þessi svæði næstu ára­tugi.

    Í vet­ur stend­ur til að ljúka gerð til­lögu að skipu­lagi Borg­ar­lín­unn­ar, legu henn­ar og stað­setn­ingu stoppi­stöðva. Danska verk­fræði­stof­an COWI mun leiða það verk­efni og stýra vinnu­stofu þar sem lagð­ur verð­ur grunn­ur að til­lög­um. Í því til­efni verð­ur boð­ið upp á opið mál­þing í Iðnó, mið­viku­dag­inn 16. nóv­em­ber kl. 13:00 – 16:00.

    Eft­ir­far­andi sér­fræð­ing­ar hjá COWI munu miðla af reynslu sam­bæri­legra verk­efna á Norð­ur­lönd­un­um:

    Bent Bert­il Jack­ob­sen: Sér­fræð­ing­ur í lest­ar­kerf­um með 20 ára reynslu af flókn­um inn­viða­verk­efn­um víða um heim, þar sem flækj­ust­ig hef­ur ver­ið mik­ið og póli­tísk um­ræða há­vær. Með reynslu sinni hef­ur Bent öðl­ast mikla sér­þekk­ingu í skipu­lagi létt­lesta og ann­arra borg­ar­sam­göngu­kerfa. Nú síð­ast hef­ur Bent ver­ið verk­efna­stjóri fyr­ir létt­lest­ar­verk­efni bæði í Óð­insvé og Árós­um.

    Henrik Juul Vesterga­ard: Sér­fræð­ing­ur í sam­göngu­skipu­lagi al­menn­ings­sam­gangna með áherslu á létt­lest­ir og Bus Rap­id Trans­it. Síð­ustu fimm árin hef­ur Henrik ver­ið leið­andi við stækk­un létt­lest­ar­inn­ar By­banen í Ber­gen. Henrik var verk­efna­stjóri í +Way verk­efn­inu í Kaup­manna­höfn og skipu­lagi al­menn­ings­sam­gangna í Stavanger. Með­fram störf­um hjá COWI er Henrik gesta­kenn­ari í al­menn­ings­sam­göng­um við DTU.

    Michael Goth-Rin­dal: Sér­fræð­ing­ur í sam­göngu­skipu­lagi al­menn­ings­sam­gangna. Michael var m.a verk­efna­stjóri við und­ir­bún­ing létt­lest­ar í Óð­insvé og stýrði mati á inn­viða­fjár­fest­ing­um í tengsl­um við stækk­un létt­lest­ar­inn­ar By­banen í Ber­gen. Auk þess hef­ur hann unn­ið að end­ur­skipu­lagn­ingu stræt­is­vagna­kerfa í Dan­mörku, Nor­egi og Egyptalandi. Með­fram störf­um hjá COWI er Michael gesta­kenn­ari í al­menn­ings­sam­göng­um við DTU.

     

     

     

    • Þátt­töku­gjald 2.000 kr. -Innifal­ið eru kaffi­veit­ing­ar.

     

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00