Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. janúar 2017

    Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga veit­ir nú í ann­að sinn allt að þrem­ur meist­ara­nem­um styrki til að vinna loka­verk­efni á sviði sveit­ar­stjórn­ar­mála sem tengjast stefnu­mörk­un sam­bands­ins 2014-2018.

    Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga veit­ir nú í ann­að sinn allt að þrem­ur meist­ara­nem­um styrki til að vinna loka­verk­efni á sviði sveit­ar­stjórn­ar­mála sem tengjast stefnu­mörk­un sam­bands­ins 2014-2018. Til út­hlut­un­ar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki.

    Ra­f­rænt um­sókn­ar­form, verklags­regl­ur vegna út­hlut­un­ar, Stefnu­mörk­un Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga 2014-2018, áherslu­þætt­ir við styrk­veit­ing­ar til meist­ara­nema 2017 og Starfs­áætlun sam­bands­ins árið 2017 er að finna á vef sam­bands­ins, sam­band.is.

    Í um­sókn skal með­al ann­ars koma fram grein­argóð lýs­ing á verk­efn­inu, mark­mið­um þess og hvern­ig það styð­ur við stefnu­mörk­un sam­bands­ins. Heim­ilt er að til­greina verk­efni þó svo að þau séu ekki í skjali yfir áherslu­þætti við styrk­veit­ing­ar 2017 en verk­efn­ið verð­ur þó að eiga góða skír­skot­un til stefnu­mörk­un­ar­inn­ar.

    Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Val­ur Rafn Hall­dórs­son.
    Net­fang: val­ur@sam­band.is
    Sími: 515-4915

    Um­sókna­frest­ur er til mið­nætt­is 1. fe­brú­ar 2017.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00