Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. mars 2020

    Mos­fells­bær hef­ur tek­ið ákvörð­un um lok­un á starfstöðv­um sveit­ar­fé­lags­ins sem halda úti þjón­ustu og starf­semi fyr­ir fólk sem er í við­kvæmri stöðu eða með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.

    Mos­fells­bær hef­ur tek­ið ákvörð­un um lok­un á starfstöðv­um sveit­ar­fé­lags­ins sem halda úti þjón­ustu og starf­semi fyr­ir fólk sem er í við­kvæmri stöðu eða með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur lýst yfir neyð­arstigi al­manna­varna í sam­ráði við sótt­varna­lækni vegna COVID-19 veirunn­ar og er ákvörð­un um lok­un starfs­stöðva tekin með hlið­sjón af þeirri yf­ir­lýs­ingu.

    Eft­ir­far­andi starfstöðv­um Mos­fells­bæj­ar verð­ur lokað tíma­bund­ið frá og með 9. mars 2020:

    • Fé­lags­st­arf aldr­aðra Eir­hömr­um.
    • Skipu­lagt tóm­stunda- og íþrótt­ast­arf fyr­ir eldri borg­ara á veg­um Mos­fells­bæj­ar, Fé­lags aldr­aðra í Mos­fells­bæ og ná­grenni (FaMos) og Vor­boð­anna, kórs eldri borg­ara, s.s. kóræf­ing­ar í safn­að­ar­heim­ili Lága­fells­sókn­ar, íþróttaæf­ing­ar í íþróttamið­stöðv­un­um í Lága­fells­laug og Varmár­laug. Starf­semi þessi fell­ur nið­ur þar til ann­að verð­ur ákveð­ið.

    Upp­lýst verð­ur um lok­an­ir og þeg­ar starf­semi hefst að nýju til allra hlut­að­eig­andi.

    Stuðn­ings- og öldrun­ar­þjón­usta Eir­hamra verð­ur áfram opin fyr­ir íbúa húss­ins.

    Önn­ur þjón­usta Mos­fells­bæj­ar eins og heima­þjón­usta og stuðn­ings­þjón­usta er óbreytt.

     

    Við­kvæm­ir hóp­ar

    Sótt­varna­lækn­ir bein­ir því sér­stak­lega til þeirra sem teljast til við­kvæmra hópa, einkum þá sem eru með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og eldri ein­stak­linga að huga vel að hrein­lætis­að­gerð­um og forð­ast manna­mót að óþörfu.

     

    Fyr­ir­byggj­andi að­gerð­ir

    Það er aldrei of oft talað um fyr­ir­byggj­andi að­gerð­ir sem eru; hrein­læti, þrif, tryggja gott að­gengi að hand­spritti, handsápu og papp­írs­þurrk­um. Rétt­ur hand­þvott­ur er tal­inn skipta miklu máli til að koma í veg fyr­ir smit og á það við um venju­lega flensu líka.

     

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00