Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. nóvember 2018

  Vet­ur­inn 2017 leit­aði Mennta­mála­stofn­un til Lestr­ar­átaks Li­ons á Ís­landi varð­andi sam­st­arf um hvort Li­ons­klúbb­ar lands­ins gætu séð um að af­henda leik­skól­um hver í sínu nærsam­fé­lagi gjafa­pakka sem inni­held­ur læsis­hvetj­andi náms­efni sem Mennta­mála­stofn­un gef­ur út.

  Vet­ur­inn 2017 leit­aði Mennta­mála­stofn­un til Lestr­ar­átaks Li­ons á Ís­landi varð­andi sam­st­arf um hvort Li­ons­klúbb­ar lands­ins gætu séð um að af­henda leik­skól­um hver í sínu nærsam­fé­lagi gjafa­pakka sem inni­held­ur læsis­hvetj­andi náms­efni sem Mennta­mála­stofn­un gef­ur út. Í pakk­an­um er náms­efni sem býð­ur upp á fjöl­breytta vinnu tengda orða­forða og stafa- og hljóð­vit­und barna. Einn­ig má finna hreyf­ispil, tón­list­ar­leiki, bók­stafi, létt­lestr­ar­bæk­ur o.fl.

  Li­ons er að­ili að þjóð­arsátt­mála um læsi þar sem lögð er áhersla á að efla læsi 2–16 ára barna. Verk­efn­ið hófst nú í haust 2018 þar sem Li­ons­klúbb­ar um land allt hafa unn­ið að þessu skemmti­lega og gef­andi verk­efni.

  Þann 18. sept­em­ber af­hentu Lkl. Mos­fells­bæj­ar og Lkl. Úa leik­skóla­stjór­um í átta leik­skól­um í Mos­fells­bæ og ein­um leik­skóla á Kjal­ar­nesi gjafa­pakk­ana. Einn­ig mætti Kol­brún G. Þor­steins­dótt­ir formað­ur fræðslu­nefnd­ar sem þakk­aði fyr­ir hönd leik­skóla­stjór­anna.

  Í nokk­ur ár hafa klúbb­arn­ir gef­ið öll­um börn­um í 5. bekk bóka­merki, sem er verk­efni Li­ons á Ís­landi til 10 ára. Á síð­asta vetri gáfu Li­ons­klúbb­arn­ir í Mos­fells­bæ bæk­ur á skóla­bóka­safn Varmár­skóla. Li­ons­klúbbur­inn Úa hef­ur gef­ið bæk­ur á skóla­bóka­safn Krika­skóla og fært öll­um grunn­skól­un­um í Mos­fells­bæ spjald­tölv­ur.

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00