Lífshlaupið – landskeppni í hreyfingu, verður ræst í níunda sinn miðvikudaginn 3. febrúar. Vinnustaðakeppnin stendur frá 3. – 23. febrúar og grunnskóla- og framhaldsskólakeppnin frá 3. – 16. febrúar.
Lífshlaupið – landskeppni í hreyfingu, verður ræst í níunda sinn miðvikudaginn 3. febrúar. Vinnustaðakeppnin stendur frá 3. – 23. febrúar og grunnskóla- og framhaldsskólakeppnin frá 3. – 16. febrúar. Það er því um að gera að fara að huga að því hvað vinnustaðurinn/skólinn getur gert til þess að virkja sem flesta til þátttöku.
Hægt verður að fylgjast með liðum í Mosfellsbæ á lifshlaupid.is. Mosfellsbær hvetur fyrirtæki og einstaklinga til að skrá sig og vera með í þessu frábæra átaki sem fellur svo vel að markmiðum okkar um að verða heilsueflandi samfélag.
Fræðslu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ísland á iði, stendur fyrir Lífshlaupinu, vinnustaðakeppni, hvatningarleik fyrir grunnskóla og einstaklingskeppni um allt land dagana 6. – 26. febrúar.
Meginmarkmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni daglegu hreyfingu í frítíma, heimilisstöfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta.
Skrá má alla hreyfingu inn á vef verkefnisins, lifshlaupid.is, svo framarlega sem hún nær ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um hreyfingu. Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnir a.m.k. 30 mínútur á dag.