Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. janúar 2016

    Lífs­hlaup­ið – landskeppni í hreyf­ingu, verð­ur ræst í ní­unda sinn mið­viku­dag­inn 3. fe­brú­ar. Vinnu­staða­keppn­in stend­ur frá 3. – 23. fe­brú­ar og grunn­skóla- og fram­halds­skóla­keppn­in frá 3. – 16. fe­brú­ar.

    Lífs­hlaup­ið – landskeppni í hreyf­ingu, verð­ur ræst í ní­unda sinn mið­viku­dag­inn 3. fe­brú­ar. Vinnu­staða­keppn­in stend­ur frá 3. – 23. fe­brú­ar og grunn­skóla- og fram­halds­skóla­keppn­in frá 3. – 16. fe­brú­ar. Það er því um að gera að fara að huga að því hvað vinnu­stað­ur­inn/skól­inn get­ur gert til þess að virkja sem flesta til þátt­töku.

    Hægt verð­ur að fylgjast með lið­um í Mos­fells­bæ á lifs­hlaup­id.is. Mos­fells­bær hvet­ur fyr­ir­tæki og ein­stak­linga til að skrá sig og vera með í þessu frá­bæra átaki sem fell­ur svo vel að mark­mið­um okk­ar um að verða heilsu­efl­andi sam­fé­lag.

    Fræðslu- og hvatn­ing­ar­verk­efni Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Ís­lands, Ís­land á iði, stend­ur fyr­ir Lífs­hlaup­inu, vinnu­staða­keppni, hvatn­ing­ar­leik fyr­ir grunn­skóla og ein­stak­lingskeppni um allt land dag­ana 6. – 26. fe­brú­ar.

    Meg­in­markmið Lífs­hlaups­ins er að hvetja al­menn­ing til þess að hreyfa sig og huga að sinni dag­legu hreyf­ingu í frí­tíma, heim­il­is­stöf­um, vinnu, skóla og við val á ferða­máta.

    Skrá má alla hreyf­ingu inn á vef verk­efn­is­ins, lifs­hlaup­id.is, svo framar­lega sem hún nær ráð­legg­ing­um Lýð­heilsu­stöðv­ar um hreyf­ingu. Börn­um og ung­ling­um er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mín­út­ur á dag og full­orðn­ir a.m.k. 30 mín­út­ur á dag.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00