Leikskólinn Hlíð fagnaði á dögunum aldarfjórðungsafmæli skólans og hélt af því tilefni afmælisveislu fyrir leikskólabörn, foreldra, starfsfólk, skólaskrifstofu og bæjarstjóra.
Börnin tóku að sjálfsögðu virkan þátt í hátíðarhöldunum og komu saman við fánastöngina á leikvelli leikskólans og sungu afmælissönginn fyrir sig sjálf og gesti. Allir voru skreyttir með kórónum og var mikil hátíðarstemmning á Hlíð enda dagurinn sérlega vel heppnaður.
Mosfellsbær óskar starfsfólki leikskólans, börnum og foreldrum til hamingju með aldarfjórðungsafmæli Hlíðar.
Tengt efni
Skráningardagar í leikskólum Mosfellsbæjar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 15. júní tillögu fræðslunefndar um svokallaða skráningardaga í leikskólum frá og með næsta hausti.
Verkföll sem hafa áhrif á starfsemi allra leikskóla og grunnskóla í næstu viku
Aðildarfélög BSRB hafa boðað verkföll í næstu viku og standa samningaviðræður enn yfir.
Samningur um allt að 50 leikskólapláss í Korpukoti undirritaður
Bæjarráð hefur staðfest samning um allt að 50 leikskólapláss fyrir mosfellsk börn í Korpukoti.