Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. janúar 2025

    Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið hef­ur sam­ið við Dýra­þjón­ustu Reykja­vík­ur um að móttaka til­kynn­ing­ar um dauða fugla á svæði heil­brigðis­eft­ir­lits Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness, en Dýra­þjón­usta Reykja­vík­ur er með mein­dýra­eyða á sín­um snær­um til að takast á við þessi verk­efni.

    Fólk beð­ið að láta vita af veik­um eða dauð­um fugl­um

    Íbú­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem verða var­ir við dauða eða veika fugla eru beðn­ir um að með­höndla þá ekki held­ur hafa taf­ar­laust sam­band við Dýra­þjón­ust­una.

    Gefa þarf góða lýs­ingu á stað­setn­ingu fugl­anna og ef mögu­legt er, senda mynd­ir. Ef fólk verð­ur vart við fugla í vanda eða dauða fugla utan þjón­ustu­tíma Dýra­þjón­ust­unn­ar er það beð­ið um að hafa sam­band við Lög­regl­una á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

    Hægt er að hringja í Dýra­þjón­ust­una frá kl. 9-21 á virk­um dög­um og kl. 9-17 um helg­ar í síma 822-7820 eða senda tölvu­póst á net­fang­ið dyr@reykja­vik.is.

    Passa vel upp á heim­ilisketti og hunda

    Dýra­þjón­usta Reykja­vík­ur tek­ur und­ir ráð­gjöf frá dýra­lækn­um og sér­fræð­ing­um Mat­væla­stofn­un­ar að halda heim­il­iskött­um inni á með­an þessi skæða in­flú­ensa geng­ur yfir en hún er bráðsmit­andi og get­ur borist í ketti líkt og fugla. Ef viðra þarf kett­ina er mælt með að hafa þá í taumi. Þá er þeim til­mæl­um beint til hunda­eig­enda að gæta þess að hund­ar þeirra fari ekki í hræ af fugl­um þótt eng­in stað­fest smit yfir í hunda séu þekkt á þess­um tíma­punkti.

    Mik­il­vægt hlut­verk Dýra­þjón­ust­unn­ar

    Starfs­fólk Dýra­þjón­ust­unn­ar í Reykja­vík hef­ur unn­ið þétt með sér­fræð­ing­um hjá Mat­væla­stofn­un und­an­farna mán­uði. Í síð­asta mán­uði hafa þau með­al ann­ars tek­ið um 40 blóð­sýni af fugl­um sem grun­ur leik­ur á að hafi smit­ast af þess­ari skæðu fuglain­flú­ensu. Síð­ustu daga hafa kom­ið fjöl­marg­ar til­kynn­ing­ar um veika eða dauða fugla sem þau hafa sinnt.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00