Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. febrúar 2017

    Lands­leik­ur­inn All­ir lesa er nú í full­um gangi og hafa þátt­tak­end­ur les­ið sam­tals 850 daga á þeim 14 dög­um sem liðn­ir eru af keppn­inni.

    Lands­leik­ur­inn All­ir lesa er nú í full­um gangi og hafa þátt­tak­end­ur les­ið sam­tals 850 daga á þeim 14 dög­um sem liðn­ir eru af keppn­inni. Sveit­ar­fé­lög­in kepp­ast við að hvetja bæj­ar­búa áfram og víða keppa sjálf­ir bæj­ar­stjór­arn­ir til sig­urs, enda heið­ur sveit­ar­fé­lags­ins í húfi!

    Mos­fells­bær er þessa stund­ina í 13. sæti og hafa lestr­ar­hest­ar bæj­ar­ins les­ið að með­al­tali í 10,5 klukku­stund­ir frá upp­hafi lands­leiks­ins. Þetta verð­ur að teljast frá­bær ár­ang­ur en til halda dampi er til­val­ið að taka þátt í stór­skemmti­legu bóka­bingói sem að­stand­end­ur All­ir lesa hafa sett sam­an.

    Hægt er að skrá sig til leiks fram á síð­asta dag lands­leiks­ins, sem er þann 19. fe­brú­ar. Skrán­ing fer fram á all­ir­lesa.is auk þess sem hægt er að fylgjast með frétt­um og skemmti­legu efni á face­book-síðu leiks­ins.

    Að­stand­end­ur All­ir lesa eru Reykja­vík, bók­mennta­borg Unesco og Mið­stöð ís­lenskra bók­mennta með stuðn­ingi frá Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu og Heim­ili og skóla.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00