Framkvæmdir standa nú yfir við endurnýjun veitulagna í Bjarkarholti. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu ásamt ófyrirséðum töfum á framkvæmdasvæði hefur verkið tafist umtalsvert frá fyrri áætlunum. Gert er ráð fyrir að endurnýjun veitulagna verði að fullu lokið um miðjan júlímánuð og í kjölfarið verði hafist handa á yfirborðsfrágangi sem mun ná frá Bjarkarholti 2 og niður að Háholti 14.
Framkvæmdir standa nú yfir við endurnýjun veitulagna í Bjarkarholti. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu ásamt ófyrirséðum töfum á framkvæmdasvæði hefur verkið tafist umtalsvert frá fyrri áætlunum. Gert er ráð fyrir að endurnýjun veitulagna verði að fullu lokið um miðjan júlímánuð og í kjölfarið verði hafist handa á yfirborðsfrágangi sem mun ná frá Bjarkarholti 2 og niður að Háholti 14.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta getur haft í för með sér og sömuleiðis þökkum við fyrir þá tillitssemi sem sýnd hefur verið á þessu verki fram til þessa.