Kynningarfundur um tillögu að Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 verður haldinn í Listasalnum fimmtudaginn 21. mars og hefst kl. 20.00. Gerð verður grein fyrir innihaldi fyrirliggjandi tillögu, sem nú er í lögboðinni kynningu, og helstu breytingum miðað við gildandi aðalskipulag.
Kynningarfundur um tillögu að Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 verður haldinn í Listasalnum fimmtudaginn 21. mars og hefst kl. 20.00
Gerð verður grein fyrir innihaldi fyrirliggjandi tillögu, sem nú er í lögboðinni kynningu, og helstu breytingum miðað við gildandi aðalskipulag.
Tillagan liggur frammi í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, hjá Skipulagsstofnun og á Bókasafni Mosfellsbæjar. Hún er að auki aðgengileg á heimasíðu bæjarins, http://www.mos.is/
Laugardaginn 16. mars munu skipulagsnefndarmenn verða til viðtals um aðalskipulagið á Bókasafninu á opnunartíma þess kl. 12-15.
Mosfellingar eru hvattir til að nýta sér þessi tækifæri til að kynna sér stefnumörkun aðalskipulagstillögunnar, bæði fyrir nærumhverfið og sveitarfélagið allt.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar.