Hugmyndir um Borgarlínu verða kynntar á opnum fundi á Bókasafni Mosfellsbæjar miðvikudaginn 21. júní klukkan 17.00.
Hugmyndir um Borgarlínu verða kynntar á opnum fundi á Bókasafni Mosfellsbæjar miðvikudaginn 21. júní klukkan 17.00. Borgarlínan er nýtt samgöngukerfi sem verður hryggjarstykkið í þróun höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 og lykilverkefni í samgöngum á svæðinu. Borgarlínan verður hagkvæm og vistvæn leið til að auka flutningsgetu á milli sveitarfélaganna. Hún mun gera þeim kleift að mæta fjölgun íbúa og ferðamanna án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. Miðað er við að almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu myndi heildstætt tveggja laga kerfi. Annars vegar Borgarlínuna, sem tengir saman kjarna sveitarfélaganna með hraðvögnum eða léttlestum og hins vegar strætisvagnakerfi sem verður lagað að Borgarlínukerfinu og myndar net um þéttbýlið.
Samkomulag um undirbúning Borgarlínunnar var undirritað af borgarstjóra og bæjarstjórum höfuðborgarsvæðisins í desember 2016. Miðað við þær hugmyndir sem fyrir liggja er gert ráð fyrir að Borgarlínan geti orðið allt að 57 km. að lengd. Verkefninu verður áfangaskipt. Stefnt er að því að endanlegar tillögur um legu línunnar liggi fyrir um mitt ár 2017 og að undirbúningi fyrir fyrsta áfanga ljúki í byrjun árs 2018.
Verkefnið er nú í svokallaðri forkynningu. Fleiri tækifæri verða til að koma á fundi og kynna sér málið síðar. Fundinum verður streymt beint á Facebook síðu Mosfellsbæjar.
Samkomulag um undirbúning Borgarlínunnar var undirritað af borgarstjóra og bæjarstjórum höfuðborgarsvæðisins í desember 2016. Miðað við þær hugmyndir sem fyrir liggja er gert ráð fyrir að Borgarlínan geti orðið allt að 57 km. að lengd. Verkefninu verður áfangaskipt. Stefnt er að því að endanlegar tillögur um legu línunnar liggi fyrir um mitt ár 2017 og að undirbúningi fyrir fyrsta áfanga ljúki í byrjun árs 2018.