Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. júní 2017

  Hug­mynd­ir um Borg­ar­línu verða kynnt­ar á opn­um fundi á Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar mið­viku­dag­inn 21. júní klukk­an 17.00.

  Hug­mynd­ir um Borg­ar­línu verða kynnt­ar á opn­um fundi á Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar mið­viku­dag­inn 21. júní klukk­an 17.00. Borg­ar­lín­an er nýtt sam­göngu­kerfi sem verð­ur hryggj­ar­stykk­ið í þró­un höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til árs­ins 2040 og lyk­il­verk­efni í sam­göng­um á svæð­inu. Borg­ar­lín­an verð­ur hag­kvæm og vist­væn leið til að auka flutn­ings­getu á milli sveit­ar­fé­lag­anna. Hún mun gera þeim kleift að mæta fjölg­un íbúa og ferða­manna án þess að álag á stofn­vega­kerf­ið auk­ist í sama hlut­falli. Mið­að er við að al­menn­ings­sam­göng­ur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu myndi heild­stætt tveggja laga kerfi. Ann­ars veg­ar Borg­ar­lín­una, sem teng­ir sam­an kjarna sveit­ar­fé­lag­anna með hrað­vögn­um eða létt­lest­um og hins veg­ar stræt­is­vagna­kerfi sem verð­ur lag­að að Borg­ar­línu­kerf­inu og mynd­ar net um þétt­býl­ið.

  Sam­komulag um und­ir­bún­ing Borg­ar­lín­unn­ar var und­ir­ritað af borg­ar­stjóra og bæj­ar­stjór­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í des­em­ber 2016. Mið­að við þær hug­mynd­ir sem fyr­ir liggja er gert ráð fyr­ir að Borg­ar­lín­an geti orð­ið allt að 57 km. að lengd. Verk­efn­inu verð­ur áfanga­skipt. Stefnt er að því að end­an­leg­ar til­lög­ur um legu lín­unn­ar liggi fyr­ir um mitt ár 2017 og að und­ir­bún­ingi fyr­ir fyrsta áfanga ljúki í byrj­un árs 2018.

  Verk­efn­ið er nú í svo­kall­aðri forkynn­ingu. Fleiri tæki­færi verða til að koma á fundi og kynna sér mál­ið síð­ar. Fund­in­um verð­ur streymt beint á Face­book síðu Mos­fells­bæj­ar.

  Sam­komulag um und­ir­bún­ing Borg­ar­lín­unn­ar var und­ir­ritað af borg­ar­stjóra og bæj­ar­stjór­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í des­em­ber 2016. Mið­að við þær hug­mynd­ir sem fyr­ir liggja er gert ráð fyr­ir að Borg­ar­lín­an geti orð­ið allt að 57 km. að lengd. Verk­efn­inu verð­ur áfanga­skipt. Stefnt er að því að end­an­leg­ar til­lög­ur um legu lín­unn­ar liggi fyr­ir um mitt ár 2017 og að und­ir­bún­ingi fyr­ir fyrsta áfanga ljúki í byrj­un árs 2018.

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00