Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2019 fer fram í Mosfellsbæ laugardaginn 15. júní. Hlaupið hefst á frjálsíþróttavellinum að Varmá kl. 11:00.
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2019 fer fram í Mosfellsbæ laugardaginn 15. júní. Hlaupið hefst á frjálsíþróttavellinum að Varmá kl. 11:00. Hægt er að velja um nokkrar vegalengdir: 900 m, 3 km, 5 km og 7 km.
Skráning hefst kl. 9:30 og upphitun að Varmá frá kl. 10:30. Forsala fer fram í Lágafellslaug.
Í ár er 30 ára afmæli Kvennahlaupsins og munu Leikhópurinn Lotta og tónlistarkonan GDRN koma fram á hátíðarsvæðinu.
Þátttökugjald er 1.000 krónur fyrir 12 ára og yngri en 2.000 krónur fyrir eldri en 12 ára. Allir þátttakendur fá bol og verðlaunapening, auk þess fá langömmur rós. Frítt í sund að Varmá í boði Mosfellsbæjar að hlaupi loknu.