Árlegur baráttudagur kvenna er næstkomandi mánudag, 24. október 2016. Vegna viðburðarins sem skipulagður hefur verið á Austurvelli þann dag. Mosfellsbær gefur konum kost á að taka þátt í þessum viðburði. Tryggt verður að grunnþjónusta sé til staðar fyrir öll börn og verður stofnunum ekki lokað að þessu tilefni. Við biðjum foreldra barna í skólum, leikskólum og í tómstundum að sýna þessu skilning.
KVENNAFRÍ 2016 – KJARAJAFNRÉTTI STRAX!
Árlegur baráttudagur kvenna er næstkomandi mánudag, 24. október 2016. Vegna viðburðarins sem skipulagður hefur verið á Austurvelli þann dag er mælst til að konur hafi tækifæri til að sækja þann fund frá 14:38-17:00 kjósi þær svo.
Mosfellsbær gefur konum kost á að taka þátt í þessum viðburði. Tryggt verður að grunnþjónusta sé til staðar fyrir öll börn og verður stofnunum ekki lokað að þessu tilefni. Við biðjum foreldra barna í skólum, leikskólum og í tómstundum að sýna þessu skilning.
Fylgstu með á www.kvennafri.is og facebook.com/kvennafri eða www.humanrights.is. Taktu þátt í samræðunum á Twitter undir myllumerkinu #kvennafrí og #jöfnkjör, og fylgdu okkur á @kvennafri.