Á fyrsta bæjarstjórnarfundi kjörtímabilsins sem fram fór 13. júní var kosið í nefndir og ráð.
Á fyrsta bæjarstjórnarfundi kjörtímabilsins sem fram fór 13. júní var kosið í nefndir og ráð.
Haraldur Sverrisson verður áfram bæjarstjóri. Forseti bæjarstjórnar er Bjarki Bjarnason og 1. varaforseti Stefán Ómar Jónsson. Formaður bæjarráðs er Ásgeir Sveinsson en með honum í ráði eru Kolbrún Þorsteinsdóttir og Sveinn Óskar Sigurðsson auk áheyrnarfulltrúa sem eru Bjarki Bjarnason og Valdimar Birgisson.
Þá voru eftirtaldir kjörnir formenn nefnda: fjölskyldunefnd Rúnar Bragi Guðlaugsson, fræðslunefnd Kolbrún Þorsteinsdóttir, íþrótta og tómstundanefnd Sturla Sær Erlendsson, menningarmálanefnd Davíð Ólafsson, skipulagsnefnd Ásgeir Sveinsson, umhverfisnefnd Bjartur Steingrímsson.