Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. október 2010

    DagnýÍ til­efni af 35 ára af­mæli kvenna­frí­dags­ins er ekki úr vegi að huga að kven­per­són­un­um í bók­um Hall­dórs Lax­ness en Dagný Kristjáns­dótt­ir, pró­fessor í ís­lensk­um bók­mennt­um, mun stýra verki mán­að­ar­ins á Gljúfra­steini næst­kom­andi sunnu­dag 31.októ­ber

    Dagný Kristjánsdóttir
    Dagný Kristjáns­dótt­ir er pró­fessor
    í ís­lensk­um bók­mennt­um
     

    Dagný Kristjáns­dótt­ir, pró­fessor í ís­lensk­um bók­mennt­um, mun stýra verki mán­að­ar­ins á Gljúfra­steini næst­kom­andi sunnu­dag 31. októ­ber klukk­an 16.

    Í til­efni af 35 ára af­mæli kvenna­frí­dags­ins er ekki úr vegi að huga að kven­per­són­un­um í bók­um Hall­dórs Lax­ness. Kven­lýs­ing­ar Hall­dórs heill­uðu Ís­lend­inga og ögr­uðu þeim jafn­framt sem von­legt var. Dagný mun fjalla um kon­ur í verk­um skálds­ins frá Huldu í Barni nátt­úr­unn­ar, fyrstu bók Hall­dórs, til hinna óraun­veru­legu kven­per­sóna eða huldu­kvenna í síð­ustu bók­um hans.

    Dagný hef­ur far­ið um víð­an völl í skrif­um sín­um m.a. um kon­ur og ís­lensk­ar bók­mennt­ir og  í haust kom út ný bók eft­ir hana hjá bóka­for­laginu Bjarti, Öld­in öfga­fulla,  sem veit­ir nýja sýn á bók­mennta­sögu tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar.

    Að­gangs­eyr­ir er 800 krón­ur og all­ir vel­komn­ir.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00