Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. október 2017

    Ráð­ist verð­ur í fram­kvæmd­ir við fjöl­nota íþrótta­hús að Varmá. Fyr­ir bæj­ar­ráði Mos­fells­bæj­ar ligg­ur nú til sam­þykkt­ar til­laga um bygg­ingu 3.200 fer­metra fjöl­nota íþrótta­húss sem stað­sett verði aust­an við nú­ver­andi íþrótta­mann­virki að Varmá. Um er að ræða svo­kallað hálft yf­ir­byggt knatt­hús þar sem eldri gervis­grasvöll­ur að Varmá er nú.

    Ráð­ist verð­ur í fram­kvæmd­ir við fjöl­nota íþrótta­hús að Varmá.

    Fyr­ir bæj­ar­ráði Mos­fells­bæj­ar ligg­ur nú til sam­þykkt­ar til­laga um bygg­ingu 3.200 fer­metra fjöl­nota íþrótta­húss sem stað­sett verði aust­an við nú­ver­andi íþrótta­mann­virki að Varmá.
    Um er að ræða svo­kallað hálft yf­ir­byggt knatt­hús þar sem eldri gervis­grasvöll­ur að Varmá er nú.

    Sam­ræm­ist stefnu­mörk­un UMFA
    Und­ir­bún­ing­ur máls­ins hef­ur stað­ið yfir frá ár­inu 2014 og fólst í upp­hafi í öfl­un og úr­vinnslu gagna þar sem ólík­ar út­færsl­ur voru vegn­ar og metn­ar.
    Í upp­hafi var t.d. skoð­að hvaða leið­ir önn­ur sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefðu far­ið í þess­um efn­um, fjallað um mögu­lega stað­setn­ingu inn­an bæj­ar­ins, kost­ir og gall­ar ólíkra rekstr­ar­forma voru reif­að­ir og loks kann­að hvort að unnt væri að reisa slíkt hús í sam­st­arf við Reykja­vík­ur­borg. 

    Við þarf­agrein­ing­una var víða leitað fanga, m.a. til knatt­spyrnu­deild­ar Aft­ur­eld­ing­ar, en sú til­laga sem nú ligg­ur fyr­ir bæj­ar­ráði er í sam­ræmi við stefnu­mörk­un Aft­ur­eld­ing­ar um upp­bygg­ingu knatt­spyrnusvæð­is Aft­ur­eld­ing­ar.  

    Gert ráð fyr­ir hlaupa­braut
    Nið­ur­staða þess­ar­ar vinnu var sú að Mos­fells­bær eigi og byggi sjálf­ur hús­ið og sú lausn sem varð ofan á hef­ur nú ver­ið frum­hönn­uð og er áætl­að­ur bygg­ing­ar­kostn­að­ur um 308 m. kr.
    Við und­ir­bún­ings verks­ins var jafn­framt lit­ið til þess að tryggja að fleiri að­il­ar í Mos­fells­bæ en knatt­spyrnu­fólk geti nýtt hús­ið und­ir sína starf­semi og því er til að mynda gert ráð fyr­ir hlaupa­braut í hús­inu. 

    Bylt­ing í að­stöðu íþrótta­fólks
    „Það er ánægju­legt að nú sjái fyr­ir end­ann á þess­ari vinnu með þess­ari góðu nið­ur­stöðu,“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri. „Það er ljóst að hér verð­ur um bylt­ingu að ræða í að­stöðu íþrótta­fólks í Mos­fells­bæ og þá sér­stak­lega þeirra sem stunda knatt­spyrnu sem og for­eldra sem fylgjast með börn­um sín­um í leik og keppni. Um leið ger­ir þetta okk­ur kleift að taka á móti nýj­um ið­k­end­um við fjölg­un íbúa í stækk­andi bæj­ar­fé­lagi.“
    Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir við hús­ið hefj­ist á næsta ári þeg­ar hönn­un húss­ins og deili­skipu­lags­ferli er lok­ið.

    Mos­fell­ing­ur 13. tbl. 16. árg. 19.10.2017

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00