Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. október 2016

    Kjós­end­ur sem þurfa á að­stoð að halda þeg­ar þeir kjósa til Al­þing­is, hvort sem er við at­kvæða­greiðslu utan kjör­fund­ar eða á kjör­dag, geta feng­ið slíka að­stoð sam­kvæmt lög­um um kosn­ing­ar til Al­þing­is. Hér á eft­ir fer lýs­ing á til­hög­un slíkr­ar að­stoð­ar og hvaða skil­yrði upp­fylla þarf til að geta óskað eft­ir henni.

    Kjós­end­ur sem þurfa á að­stoð að halda þeg­ar þeir kjósa til Al­þing­is, hvort sem er við at­kvæða­greiðslu utan kjör­fund­ar eða á kjör­dag, geta feng­ið slíka að­stoð sam­kvæmt lög­um um kosn­ing­ar til Al­þing­is. Hér á eft­ir fer lýs­ing á til­hög­un slíkr­ar að­stoð­ar og hvaða skil­yrði upp­fylla þarf til að geta óskað eft­ir henni.

    Skil­yrði að­stoð­ar og þagn­ar­heit

    Kjós­anda sem sak­ir sjón­leys­is eða þess að hon­um er hönd ónot­hæf er heim­ilt að óska þess að kjör­stjóri eða full­trúi úr kjör­stjórn­inni sem hann vel­ur sjálf­ur að­stoði hann við að kjósa í kjör­klef­an­um og er sá sem að­stoð­ina veit­ir bund­inn þagn­ar­heiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli.

    Kjós­andi get­ur einn­ig val­ið sér sjálf­ur full­trúa til að­stoð­ar í stað kjör­stjóra eða kjör­stjórn­ar­manns. Þenn­an vilja sinn verð­ur kjós­and­inn að tjá kjör­stjóra eða kjör­stjórn óþving­að með skýr­um hætti og að fjar­stödd­um full­trú­an­um sem hann hef­ur val­ið sjálf­ur. Ef þetta geng­ur eft­ir skal orð­ið við ósk kjós­and­ans og full­trúi hans und­ir­rit­ar þagn­ar­heit á sér­stöku eyðu­blaði áður en hann að­stoð­ar kjós­and­ann við at­kvæða­greiðsl­una.

    Geti kjós­andi ekki sjálf­ur með skýr­um hætti tjáð kjör­stjórn þenn­an vilja sinn skal kjör­stjórn heim­ila full­trú­an­um að að­stoða kjós­and­ann við at­kvæða­greiðsl­una leggi kjós­and­inn fram vott­orð rétt­inda­gæslu­manns, sem starf­ar sam­kvæmt lög­um um rétt­inda­gæslu fyr­ir fatlað fólk, þar sem stað­fest er að kjós­andi hafi val­ið sjálf­ur þenn­an til­tekna full­trúa sér til að­stoð­ar við at­kvæða­greiðsl­una.
    Sjá skrá yfir rétt­inda­gæslu­menn fatl­aðs fólks: Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið og Lands­sam­tökin Þroska­hjálp

    Að­eins má að­stoða einn kjós­anda
    Full­trúa kjós­anda er óheim­ilt að gerast full­trúi ann­ars kjós­anda við sömu kosn­ingu. Þá mæla lög­in fyr­ir um að það sé refsi­vert fyr­ir full­trúa kjós­and­ans að segja frá því hvern­ig kjós­and­inn greiddi at­kvæði.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00