Samkvæmt samkomulagi sem sýslumenn og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðu hafa nokkur sýslumannsembætti, í samvinnu við sveitarfélög, fjölgað kjörstöðum til að auðvelda íbúum í umdæmum sínum að greiða atkvæði utan kjörfundar.Í gær bættust við sjö kjörstaðir í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi. Áður höfðu sýslumennirnir á Norðurlandi vestra og á Austurlandi auglýst aukna þjónustu í samvinnu við sveitarfélög. Fleiri sýslumannsembætti munu bætast í hópinn þegar nær dregur kosningum. Upplýsingar um kjörstaði vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu eru uppfærðar reglulega á vefsíðu sýslumanna
Samkvæmt samkomulagi sem sýslumenn og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðu hafa nokkur sýslumannsembætti, í samvinnu við sveitarfélög, fjölgað kjörstöðum til að auðvelda íbúum í umdæmum sínum að greiða atkvæði utan kjörfundar.
Í gær bættust við sjö kjörstaðir í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi. Áður höfðu sýslumennirnir á Norðurlandi vestra og á Austurlandi auglýst aukna þjónustu í samvinnu við sveitarfélög. Fleiri sýslumannsembætti munu bætast í hópinn þegar nær dregur kosningum.
Upplýsingar um kjörstaði vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu eru uppfærðar reglulega á vefsíðu sýslumanna