Nú stendur fyrir dyrum kjör um hverjir hljóti sæmdarheitið íþróttamaður og íþróttakona Mosfellsbæjar 2015. Eins og síðustu ár kjósa aðal- og varamenn í Íþrótta- og tómstundanefnd ásamt bæjarbúum íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar ársins 2015. Íbúar Mosfellsbæjar kjósa íþróttafólk ársins inni á íbúagáttinni þar sem búið er að bæta inn valmöguleika sem heitir „Kosningar“
Nú stendur fyrir dyrum kjör um hverjir hljóti sæmdarheitið íþróttamaður og íþróttakona Mosfellsbæjar 2015.
Eins og síðustu ár kjósa aðal- og varamenn í Íþrótta- og tómstundanefnd ásamt bæjarbúum íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar ársins 2015.
Hægt verður að greiða atkvæði frá 7. – 15. janúar. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 21. janúar kl.19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá við hátíðlega athöfn.
Hér má sjá nöfn þeirra einstaklinga sem tilnefndir eru fyrir árið 2015. Þar er hægt að lesa nánar um íþróttafólkið og allt um helstu afrek þeirra á árinu.
Hægt er að kjósa með því að fara hér inn í íbúagáttina.
Velja skal karl í 1., 2. og 3. sæti sem og konu 1., 2. og 3.sæti, kosningin er ekki gild nema valið sé í öll þrjú sætin.