Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. nóvember 2024

Framund­an eru kald­ir dag­ar í kort­un­um og þá koma stund­um bil­an­ir í hita­veitu­kerf­um í ljós. Starfs­fólk Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar vill því koma eft­ir­far­andi leið­bein­ing­um á fram­færi til hús­eig­enda til að greina á milli þess hvort bil­un­in er mögu­lega í hús­kerfi eða hjá Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar:

Ef það er heitt vatn á ein­hverj­um krön­um er lík­leg­ast að bil­un­in sé í hús­kerf­inu sjálfu á ábyrgð hús­eig­anda. Þá er gott að kanna kerfin heima fyr­ir þ.e. ofn­loka, þrýst­i­stýri og for­hit­ara á neyslu­vatni.

Ef það er ekki heitt vatn á krön­um þá er lík­leg­ast að bil­un­in geti leg­ið hjá Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar. Þá er um að gera að senda ábend­ingu í gegn­um Ábend­inga­kerfi Mos­fells­bæj­ar.

Á vef Veitna má finna hollráð um heitt vatn:

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00