Framundan eru kaldir dagar í kortunum og þá koma stundum bilanir í hitaveitukerfum í ljós. Starfsfólk Hitaveitu Mosfellsbæjar vill því koma eftirfarandi leiðbeiningum á framfæri til húseigenda til að greina á milli þess hvort bilunin er mögulega í húskerfi eða hjá Hitaveitu Mosfellsbæjar:
Ef það er heitt vatn á einhverjum krönum er líklegast að bilunin sé í húskerfinu sjálfu á ábyrgð húseiganda. Þá er gott að kanna kerfin heima fyrir þ.e. ofnloka, þrýstistýri og forhitara á neysluvatni.
Ef það er ekki heitt vatn á krönum þá er líklegast að bilunin geti legið hjá Hitaveitu Mosfellsbæjar. Þá er um að gera að senda ábendingu í gegnum Ábendingakerfi Mosfellsbæjar.