Kærleiksvika verður nú haldin í þriðja sinn 12.-19. febrúar en eins og áður verður kærleikurinn ofar öllu hér í Mosfellsbæ. Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi af sér kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu. Skipulögð hefur verið fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna alla vikuna.
Kærleiksvika verður nú haldin í þriðja sinn 12.-19. febrúar en eins og áður verður kærleikurinn ofar öllu hér í Mosfellsbæ. Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi af sér kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.
Skipulögð hefur verið fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna alla vikuna. Hefst hátíðin á að stefnt verður að setja Íslandsmet í fjölda skýjalukta á torginu, meðal annarra viðburða er kærleikshátíð í Kjarna á mánudag, kærleiksstund í Lágafellslaug á miðvikudag, eldri borgarar verða gefin kærleiksgjöf á fimmtudag, hláturjóga á föstudag, Kærleiksball á Hvíta Riddaranum og margt fleira. Mosfellsk ungmenni setja kærleiksrík skilaboð á innkaupakörfur í Bónus og Krónunni. Ýmis tilboð verða í gangi hjá fyrirtækjum í Mosfellsbæ.
Dagskrá vikunnar er svo kynnt hér á vef Mosfellsbæjar www.mos.is/kaerleiksvika og facebook síðu Kærleiksvikunnar
Með von um jákvæðar og kærleiksríkar viðtökur,
Bryndís Haralds, Hilmar Stefánsson, Hreidar Örn Zoëga,Vigdís Steinþórs.