Kærleiksvika verður nú haldin í þriðja sinn eins og áður verður kærleikurinn ofar öllu hér í Mosfellsbæ. Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi af sér kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.
Skipulögð hefur verið fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna alla vikuna.
Kærleiksvika í Mosfellsbæ 12.- 19. febrúar 2012
Kærleiksvika verður nú haldin í þriðja sinn eins og áður verður kærleikurinn ofar öllu hér í Mosfellsbæ. Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi af sér kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.
Skipulögð hefur verið fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna alla vikuna. Meðal viðburða er kærleiksstund í Lágafellslaug á miðvikudag, kærleiksstund í Þverholti 5 á fimmtudag og margt fleira.
Mosfellsk ungmenni setja kærleiksrík skilaboð á innkaupakörfur í Bónus og Krónunni. Hláturjóga með Ástu Valdimarsdóttur við Bónus kl 17.
Fyrsti dagur kærleiksvikunnar er sunnudagurinn 12. febrúar stefnt verður að setja Íslandsmet í fjölda skýjalukta ef veður leyfir. Bæjarbúar verða hvattir til að mæta með kveikjarar. Ókeypis knús er að því loknu og kærleigsvikan hafin. Í kjölfarið verður svo stutt skemmtidagskrá inni í Kjarna sem auglýst verður þegar nær dregur.
Markmið kærleiksvikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi af sér kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.
Verkefnið er sjálfsprottið og er ekki tengt neinum ákveðnum félagsskap, stofnun eða fyrirtæki. Von undirbúningshópsins er sú að sem flestir komi með framlag til vikunnar og að hún höfði til íbúa á öllum aldri. Ætlast er til þess að þeir sem koma með hugmynd að viðburðum, verkefnum sjái einnig um framkvæmdina þótt undirbúningshópurinn erum tilbúin að aðstoða ef þörf er á.
Von undirbúningshópsins er sú að Mosfellingar taki kærleiksvikunni vel og til verði fullt af skemmtilegum viðburðum og verkefnum. Áhugasamir eru hvattir til að senda upplýsingar um viðburði í Kærleiksvikunni á netfangið mos[hja]mos.is Dagskrá vikunnar verður svo kynnt hér á vef Mosfellsbæjar www.mos.is.