Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. desember 2009

    Stór­tón­leik­ar kirkju­kórs Lága­fells­sókn­ar í Mos­fells­bæ verða haldn­ir í Frí­kirkj­unni í Reykja­vík sunnu­dag­inn 13. des­em­ber kl.17.00. Tón­leik­arn­ir eru til styrkt­ar bág­stödd­um fjöl­skyld­um í Mos­fells­bæ.

    Stór­tón­leik­ar kirkju­kórs Lága­fells­sókn­ar í Mos­fells­bæ verða haldn­ir í Frí­kirkj­unni í Reykja­vík sunnu­dag­inn 13. des­em­ber kl.17.00. Tón­leik­arn­ir eru til styrkt­ar bág­stödd­um fjöl­skyld­um í Mos­fells­bæ.

    Kirkju­kór Lága­fells­sókn­ar ásamt hóp lista­manna halda tón­leik­ana. Þeir sem koma eru með­al ann­arra:

    • Karla­kór Kjalnes­inga stjórn­andi Páll Helga­son
    • Karla­kór­inn Þrest­ir stjórn­andi Jón Krist­inn Cortes
    • Hanna Björk Guð­jóns­dótt­ir
    • Giss­ur Páll Giss­ur­ar­son
    • Eg­ill Ólafs­son
    • Anna Sig­ríð­ur Helga­dótt­ir
    • Hreindís Ylva Garð­ars­dótt­ir Hólm
    • Ásamt mörg­um öðr­um góð­um tón­list­ar­mönn­um

    Stjórn­andi kórs­ins er Jón­as Þór­ir

    Að­gangs­eyr­ir verð­ur kr. 2500

    Kirkju­kór­inn hef­ur mörg und­an­farin ár hald­ið styrkt­ar­tón­leika fyr­ir jólin og gef­ið and­virði tón­leik­ana til góð­gerða­mála. Jón­as Þór­ir stjórn­andi kórs­ins á veg og vanda að þess­um tón­leik­um og hef­ur hann feng­ið til liðs við okk­ur marga af þekkt­ustu tón­list­ar­mönn­um þjóð­ar­inn­ar sem all­ir hafa gef­ið vinnu sína.

    Nú um þessi jól mun all­ur ágóði renna til Mos­fell­inga sem eiga um sárt að binda vegna fjár­málakrepp­unn­ar. Sr. Ragn­heið­ur Jóns­dótt­ir sókn­ar­prest­ur mun veita pen­ing­un­um við­töku og mun í sam­starfi við fé­lags­mála­yf­ir­völd í Mos­fells­bæ, ásamt Rauða kross­in­um í Mos­fells­bæ, út­hluta þess­um styrk til þeirra sem þurfa.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00