Stórtónleikar kirkjukórs Lágafellssóknar í Mosfellsbæ verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 13. desember kl.17.00. Tónleikarnir eru til styrktar bágstöddum fjölskyldum í Mosfellsbæ.
Stórtónleikar kirkjukórs Lágafellssóknar í Mosfellsbæ verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 13. desember kl.17.00. Tónleikarnir eru til styrktar bágstöddum fjölskyldum í Mosfellsbæ.
Kirkjukór Lágafellssóknar ásamt hóp listamanna halda tónleikana. Þeir sem koma eru meðal annarra:
- Karlakór Kjalnesinga stjórnandi Páll Helgason
- Karlakórinn Þrestir stjórnandi Jón Kristinn Cortes
- Hanna Björk Guðjónsdóttir
- Gissur Páll Gissurarson
- Egill Ólafsson
- Anna Sigríður Helgadóttir
- Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm
- Ásamt mörgum öðrum góðum tónlistarmönnum
Stjórnandi kórsins er Jónas Þórir
Aðgangseyrir verður kr. 2500
Kirkjukórinn hefur mörg undanfarin ár haldið styrktartónleika fyrir jólin og gefið andvirði tónleikana til góðgerðamála. Jónas Þórir stjórnandi kórsins á veg og vanda að þessum tónleikum og hefur hann fengið til liðs við okkur marga af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar sem allir hafa gefið vinnu sína.
Nú um þessi jól mun allur ágóði renna til Mosfellinga sem eiga um sárt að binda vegna fjármálakreppunnar. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur mun veita peningunum viðtöku og mun í samstarfi við félagsmálayfirvöld í Mosfellsbæ, ásamt Rauða krossinum í Mosfellsbæ, úthluta þessum styrk til þeirra sem þurfa.