Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. nóvember 2010

  JólamarkaðirTveir jóla­mark­að­ir eru fyr­ir­hug­að­ir í Mos­fells­bæ í ár, inni­mark­að­ur átorgi í Kjarna og úti­mark­að­ur í Ála­fosskvos, og mega íbú­ar því bú­ast við­mik­illi jóla­stemmn­ingu í bæn­um á að­vent­unni.

  JólamarkaðirTveir jóla­mark­að­ir eru fyr­ir­hug­að­ir í Mos­fells­bæ í ár, inni­mark­að­ur átorgi í Kjarna og úti­mark­að­ur í Ála­fosskvos, og mega íbú­ar því bú­ast við­mik­illi jóla­stemmn­ingu í bæn­um á að­vent­unni.

  Úti­mark­að­ur­inn verð­ur hald­inn í Ála­fosskvos á laug­ar­dög­um og sunnu­dög­um­kl. 12-17 í des­em­ber og eru um­sjón­ar­menn hans hjón­in Guð­laug Daða­dótt­irog Gunn­ar Helga­son, eig­end­ur Kaffi Ála­foss í sam­vinnu við Jón íM­os­skóg­um. Kom­ið verð­ur upp sölu­bás­um í tjaldi á palli við kaffi­hús­ið og­mynd­uð verð­ur skemmti­leg jóla­stemmn­ing. Á boð­stóln­um í kaffi­hús­inu­verða veit­ing­ar við hæfi sem yljað geta mark­aðs­gest­um, svo sem heittsúkkulaði, jólag­lögg, pip­ar­kök­ur og margt ann­að góm­sætt og seðj­andi ogað sjálf­sögðu verð­ur jóla­tónlist í há­veg­um höfð. Gulla og Gunn­ar hvetja­áhuga­sama selj­end­ur til að setja sig í sam­band við Jón í Mos­skóg­um ísíma 663 6173.

  Inni­mark­að­ur­inn verð­ur hald­inn á föstu­dög­um torg­inu í Kjarna – sem mun fá heit­ið Torg hins him­neska frið­ará með­an á mark­aðn­um stend­ur. Þar gefst fólki tæki­færi á að setja  upp­sölu­bása án end­ur­gjalds og bjóða varn­ing til sölu. Þjón­ustu­verMos­fells­bæj­ar mun hafa um­sjón með að út­hluta leyf­um sam­kvæmt þar til­gerð­um regl­um um mark­að­inn. Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Þjón­ustu­verMos­fells­bæj­ar í s. 525 6700 eða um net­fang­ið mos[hja]mos.is.

  Mos­fells­bær sér um kynn­ingu á mörk­uð­un­um en kem­ur ekki að skipu­lagn­ingu þeirra að öðru leyti.

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00