Mæðrastyrksnefnd
- Hátúni 12b, 105 Reykjavík
- Símanúmer: 551-4349 / 897-0044
Úthlutanir verða 14., 15., 16. og 17. desember næstkomandi.
Leggja þarf inn umsókn á vef Mæðrastyrksnefndar, undir „jólaaðstoð“, þar sem skráð er nafn, netfang og símanúmer, auk fjölskyldustærðar og aðstæðna.
Um er að ræða fjölbreytta aðstoð, t.d. í formi þurrmats og inneignarkorts í matvöruverslun. Einnig hefur Mæðrastyrksnefnd síðastliðin ár fengið jólagjafir undir jólatrjám í Smáralind og Kringlunni.
Fjölskylduhjálp Íslands
- Iðufelli 14, 111 Reykjavík
- Símanúmer: 551-3360 / 892-9603
Úthlutanir eru auglýstar á vef Fjölskylduhjálpar. Ýmis konar aðstoð er í boði, til dæmis matur og fatnaður. Staðfesting á stuðningsþörf frá félagsþjónustu er nauðsynleg, auk þess sem einstaklingar þurfa að skila inn skattframtali.
Lágafellskirkja
Í Mosfellsbæ hafa einstaklingar og frjáls félagasamtök tekið höndum saman og veita styrk til jólahalds, þeim fjölskyldum og einstaklingum búsettum í Mosfellsbæ þar sem þröngt er í búi fyrir jólin. Jólaaðstoðin felst í inneignarkorti í matvöruverslanir.
Tekið er á móti umsóknum í gegnum netfangið lagafellskirkja[hja]lagafellskirkja.is til og með 15. desember 2020. Upplýsingar sem þurfa að fylgja með umsókninni eru: Nafn, kennitala og heimilisfang. Fjöldi heimilisfólks og aldur, atvinna/atvinnuleysi/örorka og stuttur rökstuðningur fyrir umsókninni.
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar tekur á móti beiðnum frá þeim einstaklingum sem eru á fjárhagsaðstoð.
Nánari upplýsingar veita:
- Sr. Ragnheiður – ragnheidur[hja]lagafellskirkja.is
- Sr. Arndís – arndis[hja]lagafellskirkja.is
- Sr. Sigurður – sigurdur.runar.ragnarsson[hja]lagafellskirkja.is
Hjálparstarf kirkjunnar
- Háaleitisbraut 66 (neðri hæð Grensáskirkju), 103 Reykjavík
- Símanúmer: 528-4400
Sótt er um jólaaðstoð á vef Hjálparstarfs kirkjunnar > Starfið innanlands > Neyðaraðstoð. Sérstakur flipi er á síðunni fyrir „jólaaðstoð“.
Í ár tekur hjálparstarfið á móti umsóknum frá kl. 11:00-15:00 frá 1.-4. desember á skrifstofunni á neðri hæð Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66. Óskað er eftir upplýsingum um tekjur umsækjanda og maka við vinnslu umsókna.
Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins en er fyrst og fremst í formi inneignarkorta fyrir matvöru en einnig geta einstaklingar fengið notaðan fatnað og foreldrar aðstoðaðir við kaupum á jólagjöfum sem börn þeirra hafa sett á óskalistann.
Rauði Krossinn
- Efstaleiti 9, 103 Reykjavík (höfuðstöðvar)
- Þverholti 7, 270 Mosfellsbæ (deild RKÍ í Mosfellsbæ)
- Símanúmer í Reykjavík: 570-4000
- Símanúmer deildar í Mosfellsbæ: 564-6035 / 898-6065
Rauði krossinn hefur verið með matarúthlutanir fyrir jólin ár hvert.
PEPP Ísland – samtök fólks í fátækt
- Netfang: peppari[hja]internet.is
- Símanúmer: 845-1040 / 868-6086
Frjáls óháð félagasamtök. Eru á Facebook og hægt að senda skilaboð þar.
Hjálpræðisherinn
- Suðurlandsbraut 72, 108 Reykjavík
- Símanúmer: 556-0300
- Netfang: island[hja]herinn.is
Sjá vef Hjálpræðishersins fyrir nánari upplýsingar.
Hertex eru nytjaverslanir Hjálpræðishersins á Íslandi.