Á Menningarhausti í kvöld sýnir Jeanne Bøe verkið “Með tröll í hjarta” sem byggir á hinum þekkta Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen, í þjóðleikhúskjallaranum kl: 20:00. FRÍTT er á alla viðburði Menningarhausts
Jeanne Bøe frá Skien vinabæ Mosfellsbæjar í Noregi, flytur einleikinn Með tröll í hjarta sem byggir á hinum þekkta Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen. Einleikurinn fer fram á norsku í þjóðleikhúskjallaranum í kvöld föstudaginn 31.10 kl. 20:00 í samstarfi við norska sendiráðið.
Jeanne lærði leiklist við The Academy of Live and Recoded Arts í London og hefur komið fram víðsvegar um heim til að mynda á Ítalíu, í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Svíþjóð, Dubai og Noregi. Hún hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta, auk þess að hafa skrifað handrit fyrir leikhús og kvikmyndir.