Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. desember 2017

  Hlyn­ur Chadwick Guð­munds­son er yf­ir­þjálf­ari Aft­ur­eld­ing­ar í frjálsí­þrótt­um í Mos­fells­bæ. Hann hef­ur kennt börn­um íþrótt­ir og tóm­stund­ir í 1.- 4. bekk í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar (hin síð­ari árin 1. og 2. bekk).

  Hlyn­ur Chadwick Guð­munds­son er yf­ir­þjálf­ari Aft­ur­eld­ing­ar í frjálsí­þrótt­um í Mos­fells­bæ. Hann hef­ur kennt börn­um íþrótt­ir og tóm­stund­ir í 1.- 4. bekk í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar (hin síð­ari árin 1. og 2. bekk). Hann seg­ir það skila sér í ófeimn­ari og opn­ari ung­menn­um.

  Ég hef nú í næst­um 20 ár skipu­lagt og stýrt Íþrótta- og tóm­stunda­setri fyr­ir börn í Mos­fells­bæ. Börn eiga að fá tæki­færi til að kynn­ast alls kon­ar íþrótt­um og tóm­stund­um og það strax á fyrsta stigi grunn­skól­ans. Íþrótt­ir og tóm­stund­ir barna eru nátt­úru­leg hreyf­ing og sköp­un og með því að kynn­ast þeim snemma er lagð­ur grunn­ur að fram­tíð­ar­ár­angri, seg­ir Hlyn­ur.

  Ég er sann­færð­ur um að ung­menni búi að þeirri þekk­ingu á íþrótt­um sem þau fengu í æsku. Minni lík­ur eru á því að ung­menni leið­ist út á óæski­leg­ar braut­ir seinna meir, hvað þá að þau brjóti af sér, ef þau stunda skipu­lagt íþrótta- eða tóm­stund­ast­arf. Frí­stunda­kynn­ing í æsku eyk­ur lík­urn­ar á því að ung­menni stundi heil­brigð­ari lífs­stíl en ella, seg­ir Hlyn­ur.

  Hug­mynd­ina seg­ir hann hafa kom­ið upp fyr­ir síð­ustu alda­mót þeg­ar sást að eitt­hvað nýtt þyrfti að gera í for­vörn­um barna fyr­ir unglings­árin. Íþrótt­ir og tóm­stund­ir voru orðn­ar nokk­uð staðn­að­ar í Mos­fells­bæ árið 1997, frek­ar fá börn og ung­menni í skipu­lögðu íþrótta- og tóm­stund­astarfi og lít­ið að gerast. Það voru einn­ig hóp­ar 12-15 ára ung­linga að myndast sem slæpt­ust um á kvöld­in og höfðu ekk­ert fyr­ir stafni. Ég átti ung­ling á þess­um tíma og fór nokkr­um sinn­um í for­eldrarölt að kvöldi til með öðr­um for­eldr­um. Krakk­arn­ir hitt­ust í sjoppu í mið­bæn­um á kvöld­in og áttu sína staði til að hitt­ast á. Við fór­um á nokkra staði og rædd­um við krakk­ana. Mér þótti þetta leið­in­legt að sjá, enda kann­að­ist ég við krakk­ana úr skóla­starf­inu. Ég spjall­aði við krakk­ana og hlustaði eft­ir því hvort þeir hefðu eitt­hvað fyr­ir stafni seinnip­art dags eða um helg­ar. Svo reynd­ist ekki vera. Það var eins og þá lang­aði til að vera í íþrótt­um eða öðr­um tóm­stund­um en voru feimn­ir við það á þess­um aldri vegna van­kunn­áttu. Ég tók að brjóta heil­ann um það hvað væri hægt að gera svo að ung­menn­in hefðu eitt­hvað skap­andi að gera og væru opn­ari, en lentu ekki í þess­ari stöðu, seg­ir Hlyn­ur.‍

  Sig­urð­ur Guð­munds­son, íþrótta­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, og Hlyn­ur fund­uðu sam­an og fengu þá hug­mynd sem má segja að sé enn við lýði í dag. Í henni fólst að bjóða börn­um í fyrstu bekkj­um grunn­skóla upp á íþrótta- og tóm­stund­ast­arf þar sem þau fengu kynn­ingu á grunn­atrið­um í þeim íþrótta­grein­um sem Aft­ur­eld­ing býð­ur upp á og þeim tóm­stund­um sem boð­ið er upp á í Mos­fells­bæ. Ekki er um skipu­lagð­ar æf­ing­ar að ræða held­ur kynn­ing­ar­starf þar sem börn fá að kynn­ast ýmum íþrótta­grein­um og tóm­stund­um og fá að prufa sig áfram og finna hvað hent­ar.

  Við fór­um af stað með þetta sem til­rauna­verk­efni árið 1998 og það hef­ur geng­ið frá­bær­lega síð­an. Ég verð að segja að ég er sátt­ur við ár­ang­ur­inn nú 19 árum síð­ar. Í Íþrótta­fjör­ið mæta 40-50 börn á dag úr grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar, um 170-200 í hverri viku.

  Íþrótta­fjör­ið fer fram að skóla lokn­um í frí­stund­inni. Það fell­ur inn­an skóla­starfs­ins og því þurfa for­eldr­ar ekki að skutla börn­um sín­um neitt. Í Íþrótta­fjör­inu eru kynnt­ar ýms­ar árs­tíða­bundn­ar grein­ar á borð við golf að vori, skák, ís­lenska glímu, skát­ast­arf og margt fleira. Yfir há­vet­ur­inn er ein­blínt á það íþrótt­ast­arf sem Aft­ur­eld­ing í Mos­fells­bæ býð­ur upp á.

  Ég tel ár­ang­ur­inn stór­kost­leg­an. Ung­menni eru hætt að slæp­ast á kvöld­in og fleiri stunda íþrótt­ir og tóm­stund­ir. Ég stóð mig að því í kring­um 2008 að ég var far­inn að hafa gam­an af því að fara á heima­leiki Aft­ur­eld­ing­ar til að sjá bæði karla- og kvenna­lið­in keppa í meist­ara­flokk­um. Þar og sér­stak­lega síð­ar sá ég nefni­lega marga sem höfðu kom­ið í íþrótta­fjör­ið hjá mér og hafa fund­ið sína fjöl fyr­ir unglings­árin og eru að gera góða hluti í dag.

  Dæmi um ein­stak­an tíma í setr­inu að Varmá:

  • Alltaf eru í gangi fjór­ir þema­hóp­ar með mis­mun­andi frí­stund­um til að velja um. Börn­in fá þema­dagskrá í sinn skóla fyr­ir­fram til að ákveða hverju þau vilja kynn­ast í hvert skipti.
  • Alltaf er tek­ið á móti öll­um börn­um með hlýhug og þeim sýnt að þau séu vel­komin.
  • Alltaf er hald­inn stutt­ur fund­ur um verk­efni tím­ans.
  • Alltaf er far­ið yfir um­gengni og agi kennd­ur.
  • Alltaf er kennd hug­ar­þjálf­un og hún fram­kvæmd.
  • Kennd eru grunn­atriði og önn­ur ein­kenni íþrótt­ar og all­ir fá að prufa og leika.
  • Tím­inn byrj­ar eða end­ar á æsku­leik.
  • (.. und­an­tekn­inga­laust fara börn ham­ingju­söm frá setr­inu með góða upp­lif­un).

  Í ljós hef­ur kom­ið að við erum líka að leggja drög að fram­tíð­ar af­reks­fólki okk­ar fyr­ir þjóð­ina, sem fyll­ir okk­ur stolti.

  Með því að gefa börn­um tæki­færi á því að kynn­ast ýms­um íþrótt­um og öðr­um tóm­stund­um trekk í trekk aukast lík­ur á því að þau finni sína fram­tíð­ar frístund fyrr. Sem þjálf­ari til mar­gra ára get ég sagt að það að fá ein­stak­ling í hend­urn­ar sem kem­ur með áhuga og rétt hugaf­ar á æf­ing­ar get­ur skipt sköp­um í allri fram­tíð­ar þjálf­un.

  Íþrótta- og tóm­stunda­set­ur fyr­ir yngstu börn­in heilla­væn­legt – syn­umk­arakter.is

   

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00