Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. nóvember 2017

    Íbúa­sam­tök Krika­hverf­is voru form­lega stofn­uð á íbúa­fundi í Krika­skóla 24. októ­ber.

    Um 60 manns mættu á fund­inn en fund­ar­stjóri var Haf­steinn Páls­son. Með­al þeirra sem tóku til máls voru Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri og Ás­geir Guð­munds­son lög­reglu­mað­ur á lög­reglu­stöð 4. Fram fóru um­ræð­ur um mik­il­vægi íbúa­sam­taka, til­gang og markmið. Að­alum­ræðu­efn­ið var þó upp­setn­ing ör­ygg­is­mynda­véla í hverf­inu en þó nokk­uð hef­ur bor­ið á þjófn­aði í hverf­inu. Á næsta fundi íbúa­sam­tak­anna verð­ur rætt um Sunnukrika en þar hef­ur lóð­um ver­ið út­hlutað und­ir hót­el­bygg­ingu og aðra þjón­ustu tengda ferða­mönn­um.

    Á stofn­fund­in­um var kos­in stjórn íbúa­sam­tak­anna. Hana skipa: Helena Krist­ins­dótt­ir formað­ur, Freyja Leópolds­dótt­ir rit­ari, Rakel Tanja Bjarna­dótt­ir vara­formað­ur, Ás­gerð­ur Inga Stef­áns­dótt­ir með­stjórn­andi og Olga Ein­ars­dótt­ir með­stjórn­andi.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00