Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. janúar 2018

    Mos­fells­bær er í öðru sæti sam­kvæmt ár­legri könn­un Gallup á þjón­ustu sveit­ar­fé­laga en könn­un­in mæl­ir við­horf íbúa til þjón­ustu í 19 stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins. Þeg­ar íbú­ar í Mos­fells­bæ eru spurð­ir hversu ánægð­ir eða óánægð­ir þeir séu með Mos­fells­bæ sem stað til að búa á eru 91% að­spurðra ánægð­ir eða mjög ánægð­ir.

    Mos­fells­bær er í öðru sæti sam­kvæmt ár­legri könn­un Gallup á þjón­ustu sveit­ar­fé­laga en könn­un­in mæl­ir við­horf íbúa til þjón­ustu í 19 stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins.

    Þeg­ar íbú­ar í Mos­fells­bæ eru spurð­ir hversu ánægð­ir eða óánægð­ir þeir séu með Mos­fells­bæ sem stað til að búa á eru 91% að­spurðra ánægð­ir eða mjög ánægð­ir.

    Í fremstu röð með­al sveit­ar­fé­laga

    Mos­fells­bær er sam­kvæmt könn­un­inni vel yfir lands­með­al­tali í öll­um mála­flokk­um og raun­ar í fremstu röð með­al sveit­ar­fé­laga sem mæld­ir eru nema ein­um. Sá mála­flokk­ur er þjón­usta grunn­skóla bæj­ar­ins sem dal­ar lít­il­lega milli ára. Þess­ar nið­ur­stöð­ur er því mik­il­vægt að rýna og nýta þann­ig til þess að gera enn bet­ur á nýju ári.

    Þann­ig eru 84% íbúa í Mos­fells­bæ ánægð­ir með að­stöðu til íþrótta­iðkun­ar. Spurð­ir um þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar í heild eru 84% mjög eða frek­ar ánægð­ir sem er óbreytt hlut­fall milli ára. Þeg­ar spurt er um gæði um­hverf­is­ins í ná­grenni við heim­ili reyn­ast 83% ánægð­ir og 78% eru ánægð með þjón­ustu í tengsl­um við sorp­hirðu bæj­ar­ins og er Mos­fells­bær þar í efsta sæti með­al sveit­ar­fé­laga. 

    Mik­ill upp­bygg­ing

    Mik­il upp­bygg­ing á sér nú stað í Mos­fells­bæ þar sem nýtt hverfi í Helga­fellslandi rís nú á mikl­um hraða og stefnt er að opn­un Helga­fells­skóla í byrj­un árs 2019. Íbú­um fjölg­aði á síð­asta ári um 8% sem verð­ur að teljast veru­leg­ur vöxt­ur og verk­efni bæj­ar­ins er að sjá til þess að þessi vöxt­ur hafi já­kvæð áhrif á íbú­ana og þjón­ustu við þá. 

    Stolt­ur af nið­ur­stöð­unni

    Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri seg­ist ánægð­ur með út­kom­una og að könn­un­in veiti upp­lýs­ing­ar sem unnt sé að nýta til að gera gott enn betra. „Það er gott að fá það enn og aft­ur stað­fest að Mos­fell­ing­ar eru ánægð­ir með bæ­inn sinn. Við höf­um ávallt ver­ið í ein­um af þrem­ur efstu sæt­un­um þeg­ar spurt er um Mos­fells­bæ sem stað til að búa á, og ég er stolt­ur af því. Fólk vill setjast að í bæn­um okk­ar eins og sést á hinni miklu íbúa­fjölg­un sem nú á sér stað. En það má alltaf gera bet­ur og við þurf­um að huga vel að þeim þátt­um sem koma síð­ur út í könn­un­inni og vinna að um­bót­um í þeim mála­flokki.“

    Heild­ar­úr­tak í könn­un­inni er 11.700 þús­und manns, þar af 438 svör úr Mos­fells­bæ.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00