Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. janúar 2017

    Mos­fells­bær er með ánægð­ustu íbú­ana og með hæstu einkunn sam­kvæmt ár­legri könn­un Gallup. Könn­un­in mæl­ir við­horf íbúa til þjón­ustu í 19 stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins.

    Mos­fells­bær er með ánægð­ustu íbú­ana og með hæstu einkunn sam­kvæmt ár­legri könn­un Gallup. Könn­un­in mæl­ir við­horf íbúa til þjón­ustu í 19 stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins. Þeg­ar íbú­ar í Mos­fells­bæ eru spurð­ir hversu ánægð­ir eða óánægð­ir þeir séu með Mos­fells­bæ sem stað til að búa á eru 97% að­spurðra ánægð­ir eða mjög ánægð­ir.

    Alls eru 86% íbúa í Mos­fells­bæ ánægð með að­stöðu til íþrótta­iðkun­ar og ánægja með þjón­ustu í leik­skól­um bæj­ar­ins mæl­ist um 82%. Spurð­ir um þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar í heild eru 84% mjög eða frek­ar ánægð­ir.

    Nið­ur­stöð­ur síð­ustu ára sýna að ánægja íbúa með þjón­ust­una í Mos­fells­bæ hef­ur auk­ist jafnt og þétt og er yfir lands­með­al­tali í öll­um mála­flokk­um sem spurt er um. At­hygl­is­vert er að þátt­tak­end­ur í könn­un­inni sem eru á aldr­in­um 18-34 ára eru all­ir ánægð­ir með sveit­ar­fé­lag­ið sem stað til að búa á. Ætla má að íbú­ar á þess­um aldri séu að jafn­aði að nýta þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins þeg­ar kem­ur að leik- og grunn­skól­um og íþrótta­að­stöðu svo eitt­hvað sé nefnt.

    Mik­il upp­bygg­ing á sér nú stað í Mos­fells­bæ. Nýtt hverfi í Helga­fellslandi rís nú á mikl­um hraða og sam­hliða hef­ur ver­ið ráð­ist í bygg­ingu skóla í hverf­inu. Áætlað er að fyrsti áfangi skól­ans verði tek­inn í notk­un haust­ið 2018. Fjár­hags­staða Mos­fells­bæj­ar er traust og rekst­ur­inn góð­ur. Bæj­ar­stjórn sam­þykkti ný­ver­ið að lækka bæði út­svar og fast­eigna­skatt í sveit­ar­fé­lag­inu.

    Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri seg­ist ánægð­ur með út­kom­una:
    „Það er virki­lega gam­an að Mos­fell­ing­ar mæl­ist ánægð­ustu íbú­ar lands­ins. Ég er afar stolt­ur af nið­ur­stöð­unni í heild og sér­stak­lega varð­andi þjón­ustu við eldri borg­ara sem við höf­um lagt áherslu á að bæta síð­ustu ár. Nið­ur­stöð­ur könn­un­ar­inn­ar benda einn­ig til þess að íbú­ar Mos­fells­bæj­ar vilji huga að um­hverf­inu og til dæm­is auka flokk­un á sorpi. Við mun­um skoða það mál sér­stak­lega á næst­unni. Mos­fells­bær á 30 ára kaup­stað­araf­mæli á þessu ári. Það má því til gamans nefna að á síð­ustu 30 árum hef­ur íbúa­fjöldi sveit­ar­fé­lags­ins rúm­lega tvö­faldast. Mið­að við það verk­efni hef­ur okk­ur geng­ið vel að bæta þjón­ust­una við íbú­ana ásamt því að við­halda góð­um rekstri.“

    Heild­ar­úr­tak í könn­un­inni er yfir 12 þús­und manns og þar af feng­ust svör frá 350 ein­stak­ling­um úr Mos­fells­bæ.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00