Athygli er vakin á því að í dag hafa orðið tvær bilanir sem tengjast veitukerfum Mosfellsbæjar og því eru íbúar hvattir til að fara sparlega með heitt vatn.
Annars vegar varð bilun á stofnæð hitaveitu Mosfellsbæjar sem getur valdið truflun á afhendingu á heitu vatni norðan Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ. Unnið er að viðgerð.
Hins vegar varð bilun í Nesjavallavirkjun sem varð til þess að loka þurfti sundlaugum Mosfellsbæjar um miðjan dag í dag. Unnið er að viðgerð.
Upplýsingar varðandi þessar bilanir og opnun sundlauga verða birtar á vef og samfélagsmiðlum Mosfellsbæjar.