Ný útgáfa af Íbúagátt Mosfellsbæjar hefur verið tekin í notkun.
Sú nýjung sem blasir fyrst við, þegar íbúar skrá sig inn, er nýtt og léttara útlit vefsins. Þá er vefurinn einnig orðinn snjalltækjavænn. Umsóknakerfi vefsins hefur verið endurbætt þannig að auðveldara er að hafa yfirsýn yfir stöðu umsókna og fylgjast með samskiptum við starfsfólk bæjarins.
Líkt og áður er unnt að nálgast álagningarseðil fasteignagjalda á Íbúagátt Mosfellsbæjar, sjá stöðu gjalda, svo sem fasteignagjalda og leikskólagjalda. Einnig og er áfram hægt að úthluta frístundaávísunum.
Nýja útgáfan er skref í átt að snjallari Mosfellsbæ til samræmis við áherslur í stefnumótun Mosfellsbæjar og verða nýjungar kynntar eftir því sem þær verða teknar í notkun.