Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. október 2010

    Auglýsing fyrir Kvennafrídaginn 2010Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar hvet­ur kon­ur til að taka­þátt í dagskrá og fund­ar­höld­um vegna Kvenna­frí­dags­ins í dag.  Í gær voru­lið­in 35 ár frá kvenna­frí­deg­in­um 1975, en þá lögðu kon­ur nið­ur vinnu íeinn dag.

    Auglýsing fyrir Kvennafrídaginn 2010Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar hvet­ur kon­ur til að taka þátt í dagskrá og fund­ar­höld­um vegna Kvenna­frí­dags­ins í dag.  Í gær voru lið­in 35 ár frá kvenna­frí­deg­in­um 1975, en þá lögðu kon­ur nið­ur vinnu í einn dag. Ýmis sam­tök kvenna og laun­þega­sam­tök hvetja kon­ur til að minn­ast þess dags með því að leggja nið­ur vinnu frá kl. 14:25 í dag, 25. októ­ber, og taka þátt í bar­áttufundi kvenna.

    Har­ald­ur hef­ur beint því til stjórn­enda stofn­ana hjá Mos­fells­bæ að skipu­leggja dag­inn með þeim hætti sem minnst rask hljót­ist af. Bæj­ar­stjór­inn mun ásamt fleiri körl­um á bæj­ar­skrif­stof­un­um til að mynda sjálf­ur leysa af kven­kyns þjón­ustu­full­trúa í Þjón­ustu­veri og tryggja þann­ig að Þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar skerð­ist ekki.

    Gera má ráð fyr­ir því að ein­hver rösk­un verði í starf­semi ým­issa stofn­ana sveit­ar­fé­lags­ins þar sem kon­ur eru meiri­hluti starfs­manna. Skól­ar og leik­skól­ar hafa sent for­eldr­um bréf um hvern­ig þeir muni hátta starf­semi sinni.

    Dagskrá há­tíð­ar­hald­anna má nálg­ast hér (.pdf – 2,4MB)

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00