Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar hvetur konur til að takaþátt í dagskrá og fundarhöldum vegna Kvennafrídagsins í dag. Í gær voruliðin 35 ár frá kvennafrídeginum 1975, en þá lögðu konur niður vinnu íeinn dag.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar hvetur konur til að taka þátt í dagskrá og fundarhöldum vegna Kvennafrídagsins í dag. Í gær voru liðin 35 ár frá kvennafrídeginum 1975, en þá lögðu konur niður vinnu í einn dag. Ýmis samtök kvenna og launþegasamtök hvetja konur til að minnast þess dags með því að leggja niður vinnu frá kl. 14:25 í dag, 25. október, og taka þátt í baráttufundi kvenna.
Haraldur hefur beint því til stjórnenda stofnana hjá Mosfellsbæ að skipuleggja daginn með þeim hætti sem minnst rask hljótist af. Bæjarstjórinn mun ásamt fleiri körlum á bæjarskrifstofunum til að mynda sjálfur leysa af kvenkyns þjónustufulltrúa í Þjónustuveri og tryggja þannig að Þjónustuver Mosfellsbæjar skerðist ekki.
Gera má ráð fyrir því að einhver röskun verði í starfsemi ýmissa stofnana sveitarfélagsins þar sem konur eru meirihluti starfsmanna. Skólar og leikskólar hafa sent foreldrum bréf um hvernig þeir muni hátta starfsemi sinni.
Dagskrá hátíðarhaldanna má nálgast hér (.pdf – 2,4MB)