Mosfellsbær hefur nú sett upp ruslatunnur fyrir flokkað rusl á miðbæjartorginu. Tilgangurinn er að hvetja íbúa bæjarins til að flokka betur sitt rusl.
Mosfellsbær hefur nú sett upp ruslatunnur fyrir flokkað rusl á miðbæjartorginu. Tilgangurinn er að hvetja íbúa bæjarins til að flokka betur sitt rusl. Á torginu má nú finna sérstakar ruslatunnur fyrir pappír, plast, almennt rusl og skilagjaldsskyldar drykkjarumbúðir.
Bæjaryfirvöld vona að flokkunarstöðin nýtist bæjarbúum vel og stefnir að því að setja upp fleiri slíkar stöðvar víðar um bæjarfélagið.