Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. apríl 2019

    Þeg­ar börn eru að byrja í ung­barna­úr­ræði (leik­skól­ar/dag­for­eldr­ar) í fyrsta sinn þá eru þau oft­ast á aldr­in­um eins til tveggja ára. Þessi tími í lífi barns skipt­ir miklu máli í tengslamynd­un og ör­yggi í sam­skipt­um fyr­ir þau. Tal­ið er að á þess­um aldri séu þau að byrja að slíta sig frá for­eldr­um sín­um og að upp­götva að þau eru ekki órjúf­an­leg­ur hluti af þeim held­ur sjálf­stæð­ir ein­stak­ling­ar.

    Þeg­ar börn eru að byrja í ung­barna­úr­ræði (leik­skól­ar/dag­for­eldr­ar) í fyrsta sinn þá eru þau oft­ast á aldr­in­um eins til tveggja ára. Þessi tími í lífi barns skipt­ir miklu máli í tengslamynd­un og ör­yggi í sam­skipt­um fyr­ir þau. Tal­ið er að á þess­um aldri séu þau að byrja að slíta sig frá for­eldr­um sín­um og að upp­götva að þau eru ekki órjúf­an­leg­ur hluti af þeim held­ur sjálf­stæð­ir ein­stak­ling­ar.

    Þau eru að stíga sín fyrstu skref í að verða sjálf­bjarga og sýna gjarn­an mik­inn vilja til að kanna um­hverf­ið. Þau vilja fara út og suð­ur og elta það sem aug­að glep­ur hverju sinni og virð­ist spenn­andi.

    Þau eru líka á sama tíma að læra að nota tungu­mál­ið og að styrkja hreyf­ing­ar og göngu. Á þessu tíma­punkti er mik­il­vægt að umönn­un­ar­að­il­ar mæti þess­ari þörf þeirra og bjóði um­hverfi sem er örv­andi fyr­ir skyn­færi þeirra og styð­ur við þessa þroska­þætti.

    Á sama tíma og þau eru að upp­götva sjálfið sitt þá er mik­il­vægt að þau upp­lifi ör­yggi í um­hverfi sínu og að þau geti treyst um­hverf­inu. Það á bæði við hið efn­is­lega ör­yggi þe. að barn­ið fari sér ekki að voða en einn­ig að til­finn­inga­legt og sam­skipta­legt ör­yggi sé til stað­ar. Þau verða að geta treyst því að þörf­um þeirra um nánd, um­hyggju, blíðu og ör­ugg tengsl sé sinnt.

    Að­lög­un barna að nýju um­hverfi og nýj­um umönn­un­ar­að­il­um ætti ávallt að mið­ast við þarf­ir hvers barns. Al­mennt er mið­að við eina viku í að­lög­un en það get­ur tek­ið lengri tíma. Stund­um kem­ur líka bak­slag þ.e. að svo virð­ist sem barn­ið sé orð­ið sátt í nýja um­hverf­inu en svo fer barn­ið að mót­mæla og vill ekki skilja við for­eldra sína. Þá er gott, ef hægt er, að gefa barn­inu þann tíma sem það þarf og lengja í að­lög­un­inni.

    Börn­um líð­ur best í ör­uggu um­hverfi þar sem gleði og um­hyggja rík­ir ásamt festu og rútínu.

    Gunn­hild­ur María Sæ­munds­dótt­ir,
    Skóla­full­trúi Fræðslu­skrif­stofu
    Mos­fells­bæj­ar

     

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00