Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. febrúar 2023

Næsta vor munu Veit­ur ohf þurfa að ráð­ast í hreins­un á Nesja­valla­æð svo koma megi í veg fyr­ir þrýstifall í lögn­inni.

Slík fram­kvæmd hef­ur óhjá­kvæmi­lega í för með sér lok­un á æð­inni með til­heyr­andi óþæg­ind­um fyr­ir þá not­end­ur sem tengjast æð­inni.

Heita­vatns­laust verð­ur í Heytjarn­ar­heiði, Dallandi og Mið­dal frá 29. maí til 30. júní næst­kom­andi. Fram­kvæmd­in mun ekki hafa áhrif á af­hend­ingu hita­veitu­vatns á öðr­um svæð­um í Mos­fells­sveit né á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Leit­ast verð­ur við að ganga hratt til verks til að tryggja eft­ir fremsta megni að óþæg­indi með­al not­enda verði sem minnst á fram­kvæmda­tíma, en þar sem teng­ing á heitu vatni fyr­ir Lyng­hólsveitu og Mið­dalsveitu er beint af Nesja­valla­æð­inni verða þeir not­end­ur sem þar eru óhjá­kvæmi­lega fyr­ir áhrif­um á fram­kvæmd­inni.

Af hverju þarf að hreinsa Nesja­valla­æð?

Nesja­valla­æð er afar mik­il­væg en hún er ein af meg­in flutn­ings­leið­un­um á heitu vatni að höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Lögn­in var síð­ast hreins­uð árið 2003 og orð­ið tíma­bært að hreinsa hana aft­ur þar sem steinefni úr vatn­inu hafa fall­ið út inni í píp­unni. Slík upp­söfn­un steinefna hef­ur mik­il áhrif á flutn­ings­getu heita vatns­ins og veld­ur að lok­um þrýst­ings­falli ef ekk­ert er að gert.

Hægt er að fá nán­ari upp­lýs­ing­ar um mál­ið í síma 516-6000 eða á vef Veitna ohf (Hreins­un á Nesja­valla­æð).

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00