Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. mars 2016

    Vörumerk­ið Reykja­vík Loves verð­ur notað til að mark­aðs­setja höf­uð­borg­ar­svæð­ið í heild til er­lendra ferða­manna sam­kvæmt sam­starfs­samn­ingi sem Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri og bæj­ar­stjór­ar sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þau Ár­mann Kr. Ólafs­son í Kópa­vogi, Har­ald­ur L. Har­alds­son í Hafnar­firði, Gunn­ar Ein­ars­son í Garða­bæ, Har­ald­ur Sverris­son í Mos­fells­bæ og Ás­gerð­ur Hall­dórs­dótt­ir á Seltjarn­ar­nesi skrif­uðu und­ir í dag. Samn­ing­ur­inn fel­ur í sér sam­st­arf sveit­ar­fé­lag­anna á vett­vangi mark­aðs­mála, við­burða og upp­lýs­inga­mála í ferða­þjón­ustu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Markmið sam­starfs­ins er að vinna að því að ferða­menn dreif­ist meira um höf­uð­borg­ar­svæð­ið, verji þar meiri tíma og nýti bet­ur af­þrey­ingu og þjón­ustu á svæð­inu í heild.

    Vörumerk­ið Reykja­vík Loves verð­ur notað til að mark­aðs­setja höf­uð­borg­ar­svæð­ið í heild til er­lendra ferða­manna sam­kvæmt sam­starfs­samn­ingi sem Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri og bæj­ar­stjór­ar sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þau Ár­mann Kr. Ólafs­son í Kópa­vogi, Har­ald­ur L. Har­alds­son í Hafnar­firði, Gunn­ar Ein­ars­son í Garða­bæ, Har­ald­ur Sverris­son í Mos­fells­bæ og Ás­gerð­ur Hall­dórs­dótt­ir á Seltjarn­ar­nesi skrif­uðu und­ir í dag.

    Samn­ing­ur­inn fel­ur í sér sam­st­arf sveit­ar­fé­lag­anna á vett­vangi mark­aðs­mála, við­burða og upp­lýs­inga­mála í ferða­þjón­ustu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Markmið sam­starfs­ins er að vinna að því að ferða­menn dreif­ist meira um höf­uð­borg­ar­svæð­ið, verji þar meiri tíma og nýti bet­ur af­þrey­ingu og þjón­ustu á svæð­inu í heild.

    Í samn­ingn­um kem­ur m.a. fram að vörumerk­ið Reykja­vík sé þekkt og með sam­vinnu sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu und­ir sam­eig­in­legu vörumerki Reykja­vík Loves megi efla svæð­ið enn frek­ar sem eft­ir­sókn­ar­verð­an áfangastað fyr­ir er­lenda ferða­menn. Höf­uð­borg­ar­stofa ber ábyrgð á fram­kvæmd þeirra verk­efna sem til­greind eru í sam­starf­inu. All­ir sam­starfs­að­il­ar eiga full­trúa í sam­starfs­nefnd verk­efn­is­ins en hlut­verk sam­starfs­nefnd­ar­inn­ar er að af­greiða fjár­hags­áætlun vegna sam­starfs­ins, meta fram­gang þess og standa vörð um að unn­ið sé í sam­ræmi við markmið samn­ings­ins. Verk­efn­ið er hluti af sókn­aráætlun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem hald­ið er utan um og stýrt af Sam­tök­um sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH). 

     
    Verk­efn­ið bygg­ir á eldra sam­starfi sveit­ar­fé­lag­anna frá ár­inu 2005 um mark­aðs­st­arf, við­burði og upp­lýs­inga­miðlun til er­lendra ferða­manna. Það sam­st­arf var eflt til muna árið 2013 á vett­vangi SSH þeg­ar ákveð­ið var að kynna höf­uð­borg­ar­svæð­ið í heild und­ir vörumerk­inu Reykja­vík. Auð­kenni fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið sem áfangastað fyr­ir er­lenda ferða­menn var síð­an kynnt í októ­ber 2014 und­ir merkj­um Reykja­vík Loves. 

     
    Auk­ið sam­st­arf sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í mark­aðs­setn­ingu gagn­vart er­lend­um ferða­mönn­um hef­ur nú þeg­ar skilað sér í gerð sam­eig­in­legs kynn­ing­ar­efn­is s.s. þema­bæklinga und­ir merkj­um Reykja­vík Loves þar sem sund­laug­ar, söfn og hjóla­stíg­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru kynnt sér­stak­lega fyr­ir er­lend­um ferða­mönn­um. 

     
    Samn­ing­ur­inn sem und­ir­rit­að­ur var á Höf­uð­borg­ar­stofu í dag gild­ir til 31. des­em­ber 2018.
    Í til­efni af und­ir­rit­un samn­ings­ins sögðu borg­ar­stjóri og bæj­ar­stjór­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eft­ir­far­andi:
    Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri: „Gott sam­st­arf á milli sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er mik­il­vægt og við eig­um öll mik­il tæki­færi í sam­eig­in­legri mark­aðs­setn­ingu. Þessi samn­ing­ur end­ur­spegl­ar að sam­st­arf sveit­ar­fé­lag­anna hef­ur sjald­an ver­ið betra en nú og auð­vitað eru það um­tals­verð tíma­mót að sveit­ar­fé­lög­in hafa sam­ein­ast um að mark­aðsetja höf­uð­borg­ar­svæð­ið í heild und­ir nafn­inu Reykja­vík. “ 

    Ár­mann Kr. Ein­ars­son bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi: „Gríð­ar­leg fjölg­un er­lendra ferða­manna kall­ar á auk­ið mark­aðs­st­arf til að kynna af­þrey­ingu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu öllu. Því fagna ég auknu sam­starfi milli sveit­ar­fé­lag­anna í mark­aðs­mál­um, við njót­um öll góðs af því.“ 

    Har­ald­ur L. Har­alds­son bæj­ar­stjóri í Hafnar­firði: „Við fögn­um auknu og sam­ræmdu sam­starfi á þessu sviði og mun­um taka vel á móti vax­andi fjölda ferða­manna. Tæki­færin á svæð­inu eru mik­il og all­ir inn­við­ir til stað­ar.“ 

    Gunn­ar Ein­ars­son bæj­ar­stjóri í Garða­bæ: „Ég hef mikl­ar vænt­ing­ar til þess að öfl­ugt sam­st­arf sveit­ar­fé­lag­anna verði til að styrkja þau öll og geri þá fjöl­breyttu menn­ingu og af­þrey­ingu sem er í boði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að­gengi­legri fyr­ir ferða­menn.“ 

    Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri í Mos­fells­bæ: „Ég hef mikla trú á því að höf­uð­borg­ar­svæð­ið nái mark­mið­um sín­um í mál­efn­um er varða ferða­þjón­ust­una með því að sam­eina krafta sína eins og gert er með þessu sam­komu­lagi.“ 

     
    Ás­gerð­ur Hall­dórs­dótt­ir bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi: „Seltjarn­ar­nes­bær lýs­ir yfir mik­illi ánægju með sam­starf­ið við ná­granna­sveit­ar­fé­lög­in og hef­ur þeg­ar sett af stað nefnd sem ætlað er að móta stefnu sveit­ar­fé­lags­ins gagn­vart ferða­þjón­ust­unni.“ 

    Frek­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Berg­hild­ur Erla Bern­harðs­dótt­ir kynn­ing­ar­stjóri Höf­uð­borg­ar­stofu, sím­ar: 590 1516 / 694 5149 / berg­hild­ur@visitreykja­vik.is.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00