Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. september 2010

  Hjóladagur fjölskyldunnarÁ morg­un, laug­ar­dag, verð­ur Hjóla­dag­ur fjöl­skyld­unn­ar hald­inn í til­efni afEvr­ópskri Sam­göngu­viku í Mos­fells­bæ, þar sem hjóla­lest­ir úr út­hverf­umm­unu hjóla sem leið ligg­ur í mið­bæ Reykja­vík­ur.

  Hjóladagur fjölskyldunnarÁ morg­un, laug­ar­dag, verð­ur Hjóla­dag­ur fjöl­skyld­unn­ar hald­inn í til­efni af Evr­ópskri Sam­göngu­viku í Mos­fells­bæ, þar sem hjóla­lest­ir úr út­hverf­um munu hjóla sem leið ligg­ur í mið­bæ Reykja­vík­ur.
  Hjóla­lest mun fara frá mið­bæj­ar­torgi Mos­fells­bæj­ar kl. 11:30 og hjóla eft­ir úti­vist­ar­stíg­um gegn­um Grafar­vog og í Naut­hólsvík. 

  Þar sam­ein­ast hóp­ar frá öll­um sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hjóla sam­an nið­ur í Ráð­hús Reykja­vík­ur þar sem boð­ið er uppá hjóla­keppni og ýms­ar uppá­kom­ur.  Hægt er að taka strætó heim með reið­hjólin á eft­ir.  Al­menn­ing­ur hvatt­ur til að slást í för. 

  Á leið­inni mun Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar vígja ný hjóla­stíga­kort við Leiru­vog og af­henda þátt­tak­end­um ný­út­gef­in hjóla­stíga­kort fyr­ir Mos­fells­bæ.
  All­ir eru hvatt­ir til að taka þátt og hjóla með nið­ur í bæ.

  Sjá með­fylgj­andi hjóla­leiða­kort þar sem fram koma leið­ir og tíma­setn­ing­ar.

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00