Á morgun, laugardag, verður Hjóladagur fjölskyldunnar haldinn í tilefni afEvrópskri Samgönguviku í Mosfellsbæ, þar sem hjólalestir úr úthverfummunu hjóla sem leið liggur í miðbæ Reykjavíkur.
Á morgun, laugardag, verður Hjóladagur fjölskyldunnar haldinn í tilefni af Evrópskri Samgönguviku í Mosfellsbæ, þar sem hjólalestir úr úthverfum munu hjóla sem leið liggur í miðbæ Reykjavíkur.
Hjólalest mun fara frá miðbæjartorgi Mosfellsbæjar kl. 11:30 og hjóla eftir útivistarstígum gegnum Grafarvog og í Nauthólsvík.
Þar sameinast hópar frá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og hjóla saman niður í Ráðhús Reykjavíkur þar sem boðið er uppá hjólakeppni og ýmsar uppákomur. Hægt er að taka strætó heim með reiðhjólin á eftir. Almenningur hvattur til að slást í för.
Á leiðinni mun Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar vígja ný hjólastígakort við Leiruvog og afhenda þátttakendum nýútgefin hjólastígakort fyrir Mosfellsbæ.
Allir eru hvattir til að taka þátt og hjóla með niður í bæ.
Sjá meðfylgjandi hjólaleiðakort þar sem fram koma leiðir og tímasetningar.