Nokkrar hjálparstofnanir veita einstaklingum í erfiðleikum aðstoð. Stór hluti þeirrar aðstoðar er veittur í desembermánuði. Um þessar mundir eru að hefjast umsóknarferli fyrir Jólaaðstoð í ár og má finna nytsamar slóðir hér Hjálparstarf um allt land á í samstarfi við fjölmarga aðila sem bæði miðla styrkjum innanlands í gegnum Hjálparstarfið og sem þiggja styrk frá stofnuninni. Þess nýtur fólk um land allt og á öllum aldri þ.e. bæði barnafjölskyldur, einstaklingar og ellilífeyrisþegar og þá sér í lagi um hátíðarnar.
Styrkir og samstarf
Hjálparstarf um allt land á í samstarfi við fjölmarga aðila sem bæði miðla styrkjum innanlands í gegnum Hjálparstarfið og sem þiggja styrk frá stofnuninni. Þess nýtur fólk um land allt og á öllum aldri þ.e. bæði barnafjölskyldur, einstaklingar og ellilífeyrisþegar og þá sér í lagi um hátíðarna.
Jólaaðstoð
Nokkrar hjálparstofnanir veita einstaklingum í erfiðleikum aðstoð. Stór hluti þeirrar aðstoðar er veittur í desembermánuði. Um þessar mundir eru að hefjast umsóknarferli fyrir Jólaaðstoð í ár og má finna nytsamar slóðir hér neðar.
Fjölskylduhjálp Íslands verður með jólaaðstoð 2014.
Aðstoðin verður auglýst á heimasíða Fjölskylduhjálpar í lok nóvember. Fjölskylduhjálp Íslands starfar í þágu kvenna, karla og barna í neyð, óháð uppruna þeirra. Þeir sem leita eftir aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands eru öryrkjar, atvinnulausir, einstæðar mæður og feður, eldri borgarar, lágtekjufólk og einstæðingar. Aðalstarfsemin er að aðstoða fátækt fólk með matvæli, lyf, hársnyrtingu, fatnað, ungbarnavörur og leikföng. Þörfin fyrir aðstoð hefur aukist ár frá ári. Jólamánuðinn sker sig alltaf úr þegar þúsundir einstaklinga ár hvert njóta aðstoðar til að halda gleðileg jól.
Rauði Krossinn verður með jólaaðstoð 2014.
Deildir Rauða krossins á Íslandi, sem eru 49 um allt land veita einstaklingum í erfiðleikum aðstoð. Stór hluti þeirrar aðstoðar er veittur í desembermánuði, gjarnan í samvinnu við Mæðrastyrksnefndir og / eða Hjálparstarf kirkjunnar á hverjum stað. Í nær öllum tilvikum er neyðaraðstoð veitt í samstarfi við félagsþjónustu, prest eða önnur líknarfélög og samkvæmt ábendingum frá þessum aðilum.
Deild Rauða krossins í Mosfellsbæ er að Þverholti 7, s. 564 6035, 898 6065 netfang: moso[hjá]redcross.is
Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu Rauða krossins fljótlega um ferli umsókna
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur verður með jólaaðstoð 2014.
Mæðrastyrksnefnd byrjaði að taka á móti jólaumsóknum þriðjudaginn 21 október og verður alla þriðjudaga fram að jólum á milli kl. 10 – 15.Þeir sem ekki hafa komið með skattaskýrslu nú þegar þurfa að koma með hana þegar þeir sækja um.
Hægt er að sækja um jólaglaðning eftirtalda daga á heimasíðu Mæðrastyrksnefndar.
Hjálparstarf kirkjunnar stendur fyrir sérstakri jólaaðstoð ár hvert.
Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar efnalitlar fjölskyldur við að halda jól. Markmið aðstoðarinnar er að gera fólki kleift að gera sér dagamun og gleðjast með fjölskyldunni yfir hátíðirnar. Aðstoð sem veitt er tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslanir sem verða gefin út eigi síðar en 19. desember.
Umsóknarfrestur um jólaaðstoð er til og með 9. desember.
Muna: Gögn sem sýna tekjur og útgjöld verða að fylgja með umsókn.
Þær fjölskyldur sem eiga virk inneignarkort í matvöruverslanir frá Hjálparstarfinu geta fyllt út umsóknareyðublað á www.help.is.